Það var líflegt um að litast á hafnarsvæðinu í morgun. Gullberg VE á leið á miðin og Huginn VE á leið til hafnar. Á meðan var verið að landa úr Breka VE. Allt að gerast, sem sagt, segir í frétt á vef Vinnslustöðvarinnar – vsv.is.
Huginn var með um 480 tonn af Íslandssíld. Breki var með 516 kör, rúmlega 140 tonn af blönduðum afla, þorski, ufsa, ýsu, karfa o.fl. Breki heldur aftur á miðin í kvöld. Gullberg VE er á leið á á sildarmiðin, vestur úr Faxaflóa. Þar hefur verið að veiðast íslensk síld.
Á morgun verða svo landanir úr Drangavík, Þórunni Sveinsdóttur og Kap. Að sögn Sverris Haraldssonar, sviðsstjóra bolfisksviðs eru öll þau skip með fínan afla. ,,Það spáir slæmu veðri og sjólagi á morgun en fer svo batnandi, ” segir Sverrir í samtali við Vinnslustöðvar-vefinn. Myndband frá í morgun má sjá hér að neðan. Fleiri myndir má sjá hér.




















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst
Ekki liggja fyrir nýjar mælingar
Hvað er sjóveiki?
Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.
Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.
Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.
Góð ráð til að hindra sjóveiki:
Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.
Önnur ráð:
Hvar í skipinu er best að vera o.fl.
Þungun:
Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.