Boðað hefur verið til þjóðfundar þann 6. nóvember. Lög um stjórnlagaþing, nr. 90/2010, kveða á um að fulltrúar á þjóðfundi skuli vera um 1000 talsins en þeir eru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Miðað er við að fulltrúarnir eigi kosningarétt til stjórnlagaþings og lögheimili á Íslandi og úrtakið á að endurspegla eðlilega búsetu- og kynjaskiptingu.