Finnur Ólafsson, miðjumaðurinn öflugi er á leið í Fylki samkvæmt Fótbolta.net. Þar segir að einungis eigi eftir að ganga frá smáatriðum áður en leikmaðurinn skrifi undir í Árbænum. Finnur á eitt ár eftir af samningi sínum hjá ÍBV en þessi 27 ára gamli leikmaður hefur verið einn besti leikmaður ÍBV liðsins síðustu tvö ár.