Mjög slæmt veður er nú í Vestmannaeyjum. Lögregla hefur þurft að sinna nokkrum útköllum vegna veðursins, sem hefur farið versnandi í morgun. Fiskikar fauk á bíl nú í morgun og braut í honum rúðu og skemmdi. Þá fauk vinnupallur niður, án þess að skemma nokkuð þó. Einnig fauk hraðbátur af kerru og skemmdist.