Fiskistofa flytur til Akureyrar
27. júní, 2014
Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegsráðherrra tilkynnti á ríkisstjórnarfundi í morgun að Fiskistofa yrði flutt norður á Akureyri. Er þetta í samræmi við stefnu ríkisstjórnarinnar að flytja opinber störf út á land. Aðalbækistöð Fiskistofu er í Hafnarfirði og þar starfa um 50 manns. Starfsstöðvar eru í Vestmannaeyjum, Stykkishólmi, Ísafirði og Höfn í Hornafirði. Einnig hefur verið rekin starfsstöð á Akureyri en hún flyst væntanlega til Reykjavíkur. Oft hefur verið talað um að flytja störf út um land, lítið verið efnt af því, nú má þó loksins sjá vilja til þess í verki. �?fá opinberu störfin hafa í gegnum árin verið flutt af landsbyggðinni og til höfuðborgarsvæðsins, það er því löngu komin tími til að vinda ofan af þeirri höfuðborgarvæðingu.
Í ræðu sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra flutti á fundi Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar í hádeginu í dag, sagði hann í skoðun að flytja fleiri stofnanir til Akureyrar. Ríkisvaldið gæti lagt sitt af mörkum í uppbyggingu landsbyggðarinnar með því að dreifa störfum hins opinbera um landið. �??Efst á blaði hjá ríkisstjórninni er að huga að þeim ráðstöfunum til þess að uppbyggingin á landinu eigi sér stað um allt land en ekki bara á afmörkuðum hluta þess. Störfin eru ekki eins háð staðsetningu en áður, og því hlýtur það að gilda í báðar áttir. �?annig getum við unnið að því að byggja upp fleiri og sterkari kjarna um allt land og það er markmiðið að allt landið sé undir í uppbyggingunni,�?? var meðal þess sem forsætisráðherra sagði í hádeginu.
No data was found
Skoða blaðið á netinu
Forsida 12 Tbl 2024
12. tbl. 2024
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst