Nú er fimmtudagur og þá landa alltaf margir í Eyjum. Bergur, Frár, Bergey, Brynjólfur, Suðurey, Álsey, Guðrún Guðleifsdóttir og Glófaxi. Sæmilegt hjá flestum en þó ekkert mok enda komið haust á þessu nema á síldinni. Þar ganga menn nánast þurrum fótum í Breiðafirðinum. Ísfélagið vinnur síld á vöktum og sendir bolfiskinn til vinnslu á Þórshöfn.