Fjallabræður, sem slógu algerlega í gegn á Þjóðhátíðinni í fyrra, eru á leið til Eyja og verða í nýbreyttri Höllinni laugardaginn 5.mars. Þessi hressilegi kór var svo yfir sig ánægður með viðtökur Þjóðhátíðargesta í fyrra að strax eftir þá uppákomu voru þeir staðráðnir í að koma til Eyja og syngja á heilum tónleikum. Sumir af kórfélögunum urðu svo hrærðir yfir viðtökunum í síðasta laginu í Herjólfsdal að þeir áttu erfitt með söng, en þá stóð öll brekkan upp í byrjun lagsins eftir að kórstjórinn hafði í kynningu sinni beðið áheyrendur um að rísa á fætur ef þeir fengu gæsahúð.