Gæti maður átt samleið með fjöllum og hraunbreiðum? Myndað náið samband við atburði í jarðsögunni, sambærilegt við þann félagsskap sem margur tengir við stjörnumerki? Fjallið sem yppti öxlum (Forlagið, haustið 2017) fjallar á nýstárlegan hátt um �??jarðsambönd�?? fólks sem ekki eru síður mikilvæg en tengsl þess við samborgara sína. Höfundur fjallar um bernsku sína í nágrenni við iðandi eldfjöll, mannlegt drama andspænis náttúruvá og þær ógnir sem steðja að lífríki jarðar. Glíma manna við jarðelda, ekki síst í Heimaeyjargosinu árið 1973, opnar honum óvenjulega sýn inn í vanda jarðarbúa á svokallaðri mannöld sem einkennist af skaðlegum og óafturkræfum áhrifum manna á jörðina. Höfundur bókarinnar, Gísli Pálsson, fæddist og ólst upp í Vestmannaeyjum, skammt frá Axlarsteini þar sem Heimayjargosið hófst. Hann er prófessor í mannfræði við Háskóla Íslands.
Gosminjasafnið í bílskúrnum (brot úr væntanlegri bók):
Vísindamennirnir sem störfuðu í Eyjum söfnuðu að sér tækjum og dóti sem tengdist störfum þeirra meðan á gosi stóð. Margt er varðveitt í bílskúr við Víðimel í Reykjavík: gasmælum, hitamælum, grjótsýnum, myndavélum, mynda-spólum og ýmsu smálegu hefur verið staflað upp í hillum skúrsins. �?ar er ennþá gosþefur. Munirnir eru rykfallnir, óflokkaðir og fæstir merktir. Mörg tækin eru löngu úrelt, en menn hafa samt ekki kunnað við að henda þeim. �?au segja sögu einstaks goss og tengjast tilraunum margra bestu vísindamanna landsins á sviði jarðvísinda til að átta sig á því sem fram fór, eðli gossins, framvindu og áhrifum þess á byggð og mannlíf. Leó Kristjánsson, jarðeðlisfræðingur og prófessor, sem lét til sín taka í gosinu leiðir mig inn í þennan heim einn vordag árið 2016. �?g brosi í kampinn og rifja upp gamlar og hlýjar minningar, án þess að láta á því bera; skammt frá við Víðimelinn hófum við Guðný Guðbjörnsdóttir búskap og stofnuðum fjölskyldu þegar við komum heim að loknu meistaraprófsnámi í Manchester, árið eftir gos.
Eitt af því sem Leó sýnir mér er stór plastpoki troðfullur af kvikmyndaspólum. �?ær vekja umsvifalaust forvitni mína. Ef vel hefur tekist til fylgja þær tímans rás af stakri nákvæmni. Líklega hefur enginn skoðað þær áður. �?ær eru þrjátíu talsins, misstórar, flestar í umbúðum, málm- eða pappaöskjum, með einhverri áritun. Hvaða sögu skyldu þær geyma?
Nokkrar vélar hafa verið hér að verki, yfirleitt á Klifi eða Heimakletti, þannig að vel mætti sjá yfir Eldfell og hraunið neðan þess. Myndflöturinn á hverri filmu er alltaf hinn sami; sá sem annaðist vélina hefur gengið upp á fjall, komið vélinni fyrir, sett í gang og horfið aftur niður í byggð, og síðan sótt spóluna í öðrum göngutúr að nokkrum dögum liðnum. �?etta eru raðmyndir, teknar með ákveðnu millibili. �?egar fyrsta vélin var sett í gang, á tíunda degi goss, vissi enginn hversu lengi myndi gjósa og hverjar afleiðingarnar yrðu. Myndirnar ættu að gera það kleift að fylgjast með framvindunni og svara spurningum um hvað það merkir að hafa eldfjall inni í bænum sínum.
Sjónarsviðið er ólíkt því sem blasti við fólki niðri á hrauninu og inn í bæ. Og myndin er hljóðlaus. Hér ríkir stafræn þögn, fjarri drunum og sprengingum frá eldfjallinu og marri frá hraunskriði og öskuregni. �?að er ævintýralegt að fylgjast með einum sólarhringi á tveimur til þremur mínútum fyrir framan tölvuskjá. Gosstrókurinn þyrlast upp eins og hendi sé veifað og glóandi hraunelfan æðir til sjávar. Í skamm-
deginu má sjá bílljósin á þeytingi um bæinn. Menn hafa þurft að ganga margra erinda, huga að húsum sínum, kæla hraun, koma sér í mat, ganga til náða. Skýin hrann-
ast upp á himninum og hverfa svo jafnharðan. Svo kemur nýr dagur.