Fjölbreytt dagskrá á Goslokum

Í tilefni 50 ára goslokaafmælis verða hátíðarhöld vikulöng að þessu sinni, en Goslokahátíð fer fram 3. – 9. júlí. Í boði verða fjölbreyttir viðburðir, fjöldi ljósmynda- og myndlistasýninga, auk tónleika af ýmsu tagi bæði innan- og utandyra.

Barnadagskrá verður fjölbreytt og má þar nefna Goslokahlaup, Latabæ, BMX brós, Línu Langsokk og Lalla töframann í boði Ísfélags Vestmannaeyja. Sundlaugarpartýið og Landsbankadagurinn verða á sínum stað og einnig ratleikur í boði Íslandsbanka.

Goslokanefnd hefur lagt áherslu á að gera bæjarbrag hátíðarinnar sem mestan og sem lið í því átaki vill nefndin hvetja alla bæjarbúa og fyrirtæki til þess að skreyta umhverfi sitt í goslokalitunum. Goslokafánar og veifur eru til sölu í Safnahúsi Vestmannaeyja.

Goslokanefnd áskilur sér rétt til að breyta dagskrá ef þörf þykir og verða þær breytingar þá kynntar sérstaklega á Facebook síðu hátíðarinnar.

Þetta segir í tilkynningu Goslokanefndar.

Dagskrá hátíðarinnar má sjá hér.

Nýjustu fréttir

Mikil gróska í fimleikastarfi og mót framundan
Hlutafjáraukning Eyjaganga langt komin
Áframhaldandi hvassviðri út vikuna  
Áætlun um rýmingu Heimaeyjar eftir að Surtsey fór að gjósa
Loðnu að finna á stóru svæði
Íbúakosning samhliða næstu sveitarstjórnarkosningum
Nám sem tengir saman skóla, atvinnulíf og samfélag
Draumar æskuáranna rættust
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.