Nú styttist í sjómannadagshelgina, sem haldin verður 3. – 5. júní, og að vanda verður dagskrá helgarinnar fjölbreytt og skemmtileg. Helgin byrjar að venju með golfmóti sjómanna á föstudagsmorguninn og um kvöldið rokka félagarnir í Skonrokk til heiðurs sjómönnum í Höllinni. Laugardagurinn hefst með hinu árlega dorgveiðimóti klukkan 11.00 á Nausthamarsbryggju og eru allir krakkar hvattir til þess að taka þátt í því. Klukkan 13.00 hefst dagskráin á Vigtartorginu, sem er hin glæsilegasta í ár. Halldór Ingi Guðnason, formaður Sjómannadagsráðs segir undirbúning helgarinnar ganga vel og dagskráin sé að smella saman. ,,�?að er að koma mynd á þetta hjá okkur. Við munum að sjálfsögðu halda í þessa föstu dagskrárliði sem eru á hverju ári en um leið bæta nýjum viðburðum inn. Í ár ætlum við til dæmis að bæta við sjómannsþraut sem var alltaf hérna áður fyrr. Við ætlum í fyrsta skipti að veita verðlaun fyrir koddaslaginn og karalokahlaupið og við viljum endilega skora á menn, til þess að skora hver á annan í þessar þrautir og mynda skemmtilega stemmningu eins og þegar �?skar �?ór og Magni Hauks mættust í koddaslagnum í fyrra.�?? Á meðan dagskráin er á Vigtartorginu mun Björgunarfélag Vestmannaeyja bjóða bæjarbúum að skoða húsnæðið sitt og prufa klifurvegginn. Mótorhjólakapparnir í Drullusokkunum fagna 10 ára afmæli á árinu og verða með sýningu í tilefni að því. Kappróðurinn verður svo á sínum stað og eru áhafnir og aðrir bæjarbúar hvattir til þess að smala saman liði og taka þátt. ,,Við ætlum að sjósetja bátana í lok vikunnar, þannig að fólk getur byrjað að æfa sig um helgina. Við viljum þó brýna fyrir fólki að ganga vel um bátana.�?? Á laugardagskvöldinu verður svo heljarinnar veisla í Höllinni þar sem nokkrir af vinsælustu skemmtikröftum landsins mun sjá um að skemmta. Einsi Kaldi sér um veitingarnar og �?orsteinn Guðmundsson verður veislustjóri kvöldsins. Skemmtikraftar kvöldsins eru þau Ágústa Eva, Leó Snær, Sunna Guðlaugs og Sara Reinee. Vinsælasta ballhljómsveit landsins, Buff sér svo um að skemmta gestum hallarinnar fram á rauða nótt. ,,Nú fer hver að verða síðastur að bóka borð í Höllinni og því viljum við hvetja þær áhafnir sem eiga eftir að panta borð að gera það sem fyrst. Borðapantanir eru í síma 8474086.�?? Á sunnudaginn er hefðbundin dagskrá, Sjómannamessa í Landakirkju og heiðranir, ræðuhöld og verðlaunaveitingar á Stakkó.