Fjölbreytt og skemmtileg dagsskrá á sjómannadeginum í ár - myndir
18. júní, 2017
Sjómannadagurinn skipar stóran sess í huga Eyjamanna og er þessi tiltekna helgi fyrir mörgum mesta hátíð ársins. Sjávarútvegur er og hefur ávallt verið mikilvægasta atvinnugrein þjóðarinnar frá upphafi byggðar og er því viðeigandi að samfélag á borð við Vestmannaeyjar, sem í gegnum tíðina hefur átt allt sitt undir greininni, fagni þessu degi rækilega. Líkt og undanfarin ár var hátíðin hin glæsilegasta en hátíðarhöld hófust á fimmtudaginn og stóðu yfir fram á sunnudag eins og hefð er fyrir.
Sigurgeir Jónasson frá Skuld og Gunnar Júlíusson riðu á vaðið með samsýninguna �??Skuldarinn og Júllarinn �?? ljósmyndir og málverk�?? í Einarsstofu en sýningin mun standa opin fram að Goslokum. Myndlistamaðurinn Viðar Breiðfjörð var sömuleiðis með sýningu á verkum sínum í Akóges sem stóð yfir alla helgina en um var að ræða mjög athyglisverðar sýningar á báðum stöðum.
Skonrokk stóð fyrir sínu líkt og fyrri daginn
Dagskrá föstudagsins hófst snemma með opna Sjómannamóti Ísfélags Vestmannaeyja í golfi. Seinni partinn tóku bruggbræðurnir í The Brothers Brewery við keflinu þar sem sjómannabjórinn Zoëga var frumsýndur en bjórinn var gerður til heiðurs Ríkharði Zoëga Stefánssyni sem einmitt dældi fyrsta bjórnum. Biggi Nielsen og félagar í hinum geysivinsæla Skonrokkhópi spiluðu síðan fyrir fullri Höll um kvöldið og líkt og fyrri ár stóðust Skonrokkarar væntingar tónleikagesta með ábreiðum sínum á helstu slögurum rokksögunnar.
Laugardagurinn hófst með árlegri dorgveiðikeppni Sjóve og Jötuns á Nausthamarsbryggju þar sem vegleg verðlaun voru í boði fyrir m.a. stærsta fisk og flesta veidda fiska. Alls voru 65 keppendur mættir til leiks sem veiddu samanlagt átta fiska og einn krabba. Stærstu marhnútana, 30 cm. langa, veiddu Aron Ingi Sindrason og Rúnar Freyr Gunnarsson en sá fyrrnefndi veiddi líka eina krabbann og var sá 10 cm. á stærð. Stærstu kolana veiddu �?orvaldur Freyr og Jenný María en þeir voru sömuleiðis 30 cm. langir. Aron Ingi hlaut einnig tegundaverðlaun og verðlaun fyrir flesta fiska en hann veiddi þrjá marhnúta og einn krabba.
Eftir að Eyjaflotinn hafði þeytt skipsflautur sínar og séra Guðmundur �?rn Jónsson blessað daginn hófst formleg dagskrá á Vigtartorginu þar sem margt var í boði. Kappróðurinn var á sínum stað en þar stóðu liðsmenn Hafnareyris öðrum framar í tímabikar og landkrabbabikar. Áhafnabikarinn hlaut Ísleifur VE63 en í stöðvabikurunum fór Vinnslustöðin með sigur að hólmi karlamegin en Ísfélagið kvennamegin. Að lokum hlaut Verðandi félagabikarinn eftir spennandi róður. Koddaslagur og karalokahlaup var einnig með hefðbundnu sniði og var keppnisskapið þar ekki síðra en í kappróðrinum. Raggi Togari stóð uppi sem sigurvegari í koddaslag en Ríkey Guðmundsdóttir í karalokahlaupinu. Finnur Freyr Harðarson var síðan hlutskarpastur í sjómannaþrautinni.
Skip Landhelgisgæslunnar var við bryggju í Eyjum og var gestum og gangandi til sýnis sem og mótorhjól mótorhjólaklúbbsins Drullusokkanna en þeir sýndu gripi sína á Skipasandi. Fyrir krakkana voru einnig hoppukastalar, foosball völlur, candyflos og annað næringarlega vafasamt góðgæti.
Frábær skemmtun í Höllinni
Einsi Kaldi sá svo um hátíðarkvöldverð í Höllinni um kvöldið þar sem allt milli himins og jarðar var á boðstólnum, kengúra, naut, lax, humar og saltkaramellu panna cotta svo eitthvað sé nefnt. Veislustjóri kvöldsins var hinn geðþekki Andri Freyr Viðarsson sem stýrði útvarpsþættinum Virkum morgnum um árabil og stóð hann fyrir sínu eins og honum er von og vísa.
Skemmtiatriði kvöldsins voru ekki síðri og er það ekki ofsögum sagt að gestirnir hafi skemmt sér konunglega. Gamla brýnið Gylfi �?gisson tók lagið og stóð sig með prýði sem og Eyjastúlkurnar ungu, þær Sara Renee, Thelma Lind og Erna Scheving. �?að kom síðan í hlut Leó Snæs að halda uppi fjörinu á meðan hljómsveitin Albatross gerði sig reiðubúna til að stíga á svið og spila á balli fram á nótt.
Sunnudagurinn var með hefðbundnu sniði
Að vanda stjórnaði Snorri �?skarsson minningarathöfn eftir sjómannamessu í Landakirkju undir stjórn séra Guðmundar. �?ar voru blómsveigur lagðar við minnisvarða hrapaðra og drukknaðra áður en Lúðrasveit Vestmannaeyja lék nokkur vel valin lög. Sjómannakaffi Eykyndilskvenna var á sínum stað enda rótgróin hefð á sjómannadeginum.
Hátíðarhöld á Stakkó voru síðan með hefðbundnu sniði, Karlakór Vestmannaeyja skemmti gestum sem og Lúðrasveitin. Að lokinni ræðu Sigurgeirs Jónssonar sem var ræðumaður sjómannadagsins 2017 voru verðlaun veitt fyrir hin ýmsu afrek helgarinnar og einstaklingar verðlaunaðir fyrir vel unnin störf. Heiðraðir voru þeir Einar Sigurðsson af Sjómannafélaginu Jötni, Sverrir Gunnlaugsson af Skipstjóra- og stýrimannafélaginu Verðandi og �?lafur Már Sigmundsson af Vélstjórafélagi Vestmannaeyja.
Fimleikafélagið Rán setti einnig svip sinn á skemmtanahöld með sýningu og líkt og fyrri daginn var hoppukastali á staðnum og önnur afþreying fyrir yngri kynslóðina. Veður var með eindæmum gott og setti punktinn yfir i-ið á annars vel heppnuðum sjómannadegi.
Okkar maður �?skar Pétur myndaði að sjálfsögðu allt sem fram fór og má sjá nokkrar myndir hér til hliðar og enn fleiri á eyjafrettir.is.
Hér má sjá myndir frá helginni
Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
6. tbl. 2025
6. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.