Fjölbreytt skemmtiatriði í boði fyrir alla
30. maí, 2014
Um helgina fara fram hátíðahöld Sjómannadagshelgarinnar og eins og venjulega er dagskráin sérlega glæsileg hér í Vestmannaeyjum. Hátíðahöldin hefjast klukkan 13:00 á morgun, fimmtudag og síðasti dagskrárliðurinn er klukkan 20:00 á sunnudag.
Byrjað var á farandsýningu Síldarminjasafnsins á Siglufirði klukkan í gær í anddyri Safnahúss en um er að ræða sögusýningu, 100 ára sögu bræðlusiðnaðar á Íslandi og verður sýningin opin næstu vikurnar. Árni Johnsen var svo með tónleika í Akóges í gærkvöld þar sem m.a. Maggi Eiríks og Pálmi Gunnars komu fram.
Í dag hefst opna SjóÍs golfmótið klukkan 8:00 og kl. 15:00 verður knattspyrnumót áhafna. Simmi hjá Vikingstours býður svo í hringferð um Heimaey klukkan 16:30 og klukkan 22:00 verða stórtónleikar í Höllinni, Skonrokk til heiðurs sjómönnum og fjölskyldum þeirra.
Klukkan 10:30 á laugardaginn verður dorgveiðikeppni í umsjón Sjóve og klukkan 13:00 hefst svo Sjómannafjör á Vigtartorgi með tilheyrandi skemmtiatriðum, kappróðri, koddaslag, sjóhlaupi, kararóðri og fleiru skemmtilegu. Sæheimar halda svo upp á 50 ára afmæli safnsins með myndlistarsýningu barna úr Grunnskóla Vestmannaeyja klukkan 15:00 og Karlakór Hreppamanna heldur tónleikana �??Nú sigla svörtu skipin�?? klukkan 16:00 í Hvítasunnu-kirkjunni. Um kvöldið er svo hátíðarsamkoma Sjómannadagsráðs og Hallarinnar þar sem m.a. Buff kemur fram ásamt þeim Kristjáni Gíslasyni, Alexander Jarli, Silju, Sunnu og Sollu. Árni Johnsen flytur svo nokkur lög áður en Buffið tekur við með ball fram á nótt.
Á sjálfan Sjómannadaginn, sunnudag, verða fánar dregnir að húni klukkan 10:00 en sjómannamessa hefst svo í Landakirkju klukkan 13:00. Klukkan 15:00 verður hátíðardagskrá á Stakkó en ræðumaður dagsins er Geir Jón �?órisson. Kaffisala Eykyndils verður frá 14:30 í Alþýðuhúsinu. Að lokinni dagskrá á Stakkó, kl. 16:00 mun Sigurgeir Jónsson fjalla um sjómanninn Ása í Bæ og segja stuttar skemmtisögur af honum á Byggðasafni og Leikhúsbandið flytur nokkur af hans ógleymanlegu sjómanna-lögum. Klukkan 20:00 verður svo matur og tónleikar með Eyfa Kristjáns. Sjómannadagurinn í ár er tileinkaður eiginkonum sjómanna.
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst