Fjölbreytt verkefni KPMG og ECIT Bókað
13. mars, 2025
Starfsfólk KPMG og ECIIT Bókað. Mynd: Óskar Pétur

KPMG á Íslandi er einkahlutafélag sem er að fullu í eigu 37 hluthafa sem allir eru starfsfólk félagsins. KPMG ehf. heldur á sérleyfi frá KPMG Global. Á skrifstofunni í Vestmannaeyjum starfa Guðbjörg Erla Ríkharðsdóttir, Nökkvi Már Nökkvason og Elín Inga Halldórsdóttir. KPMG opnaði skrifstofu í Vestmannaeyjum í febrúar 2014. „KPMG veitir þjónustu á sviði endurskoðunar, reikningsskila, skattskila og viðskiptaráðgjafar með það að sjónarmiði að vera sá trausti samstarfsaðili sem viðskiptavinir geta leitað til varðandi áskoranir í sínum rekstri. Styrkur KPMG felst í þessari breidd og þeirri miklu og fjölbreyttu f lóru sérfræðinga á mörgum sviðum sem vinna þétt saman, viðskiptavinum og samfélaginu öllu til hagsbóta. Höfuðstöðvar KPMG eru í Reykjavík en KPMG rekur starfsstöðvar á 14 stöðum víðsvegar um landið.

„Í ársbyrjun 2025 urðu þær breytingar hjá okkur að bókhalds-og launaþjónusta færðist yfir til ECIT Bókað.

ECIT Bókað er stærsta bókhaldsstofa landsins og veitir bókhalds og launaþjónustu um land allt. Félagið hefur lagt áherslu á að sameina fjármál- og upplýsingatækni til að einfalda og bæta rekstur fyrirtækja með snjöllum bókhalds- og launaþjónustulausnum,“ segir Guðbjörg Erla sem stýrir skrifstofunni í Eyjum. Byrjaði hún í maí 2014. Er með BS í viðskiptafræði og meistaragráðu í reikningsskilum og endurskoðun. „Nökkvi Már, byrjaði í janúar 2024. Er með BS í viðskiptafræði og MBA gráðu. Elín Inga Halldórsdóttir byrjaði í nóvember 2021. Er með BS gráðu í viðskiptafræði og sér um bókhald og launavinnslu fyrir viðskiptavini okkar í Vestmannaeyjum.“

Guðbjörg Erla og Nökkvi Már starfa á endurskoðunarsviði KPMG og Elín Inga starfar á bókhaldssviði hjá ECIT Bókað. „Á meðan Elín Inga er í fæðingarorlofi erum við með aðstoð frá yndislegum starfsfólki ECIT á Selfossi. Engar breytingar eru á skrifstofu okkar í Vestmannaeyjum, starfsmenn KPMG og ECIT starfa saman á skrifstofunni og við vinnum fyrir sömu viðskiptavinina þó undir sitt hvoru nafninu.“ KPMG veitir margvíslega og fjölbreytta þjónustu á sviði endurskoðunar, reikningsskila, skattskila og ráðgjafar. Starfsmenn skrifstofunnar í Eyjum veita alla þessa þjónustu með aðstoð frá öðrum sérfræðingum fyrirtækisins. „Fyrirtækin sem við vinnum fyrir eru á öllum stæðagráðum og eru verkefnin fjölbreytt.Það er kostur að vinna á minni skrifstofu og fá að takast á við margvíslegar áskoranir. Við búum svo vel að við getum alltaf leitað til sérfræðinga okkar þegar upp koma sérstök mál.“ Guðbjörg segir að bæði KPMG og ECIT starfi þannig að allir í fyrirtækjunum geta unnið verkefni hvar sem er á landinu eða út fyrir landsteina. „Með því fær starfsfólkið enn meiri reynslu og þekkingu sem við getum nýtt okkur hér á skrifstofunni. Við erum staðsett á annarri hæð í Þekkingarsetrinu og eru allir velkomnir að kíkja við og fá frekari upplýsingar um þá þjónustu sem bæði KPMG og ECIT Bókað geta veitt.“

Starfólk KPMG og ECIT í Eyjum

„Ég heiti Guðbjörg Erla, dóttir Rikka og Möttu og gift Ágústi Surtseyjarfara. Við eigum þrjú börn, Emilíönu, Svenna og Rebekku. Fædd og uppalin í Vestmannaeyjum. Bjó í Reykjavík í sex ár og flutti þá aftur heim. Vil hvergi annarsstaðar vera. Frábært að vinna hjá KPMG og er ekki síðra að geta unnið við það sem maður menntaði sig til í sinni heimabyggð. Það er ótrúlega flott”

„Ég heiti Elín Inga og kem að norðan, frá Akureyri og ólst upp í Hafnarfirði líka. Er Akureyringur með viðkomu í Hafnarfirði. Kom fyrst 2010 en búið hérna síðan 2016 og líkar vel. Maðurinn minn er Þorgeir Þór Friðgeirsson, Eyjamaður og eigum tvær stelpur, Hildi og Unni Björk. Ég byrjaði hjá KPMG árið 2021, færðist svo yfir til ECIT Bókað í ársbyrjun 2025 og líkar mjög vel.“

„Ég heiti Nökkvi Már Nökkvason og er sonur Nökkva Sveins, barnabarn Þóru og Svenna,“ segir Nökkvi Már sem fetar í fótspor pabba síns hjá ÍBV í fótboltanum. „Ég flutti hingað í febrúar eða mars á síðasta ári og bý með kærustunni en hef spilað með ÍBV síðan 2017,“ bætir hann við kann vel við sig hjá KPMG.

 

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
Forsida 2tbl 2025
2. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst