KPMG á Íslandi er einkahlutafélag sem er að fullu í eigu 37 hluthafa sem allir eru starfsfólk félagsins. KPMG ehf. heldur á sérleyfi frá KPMG Global. Á skrifstofunni í Vestmannaeyjum starfa Guðbjörg Erla Ríkharðsdóttir, Nökkvi Már Nökkvason og Elín Inga Halldórsdóttir. KPMG opnaði skrifstofu í Vestmannaeyjum í febrúar 2014. „KPMG veitir þjónustu á sviði endurskoðunar, reikningsskila, skattskila og viðskiptaráðgjafar með það að sjónarmiði að vera sá trausti samstarfsaðili sem viðskiptavinir geta leitað til varðandi áskoranir í sínum rekstri. Styrkur KPMG felst í þessari breidd og þeirri miklu og fjölbreyttu f lóru sérfræðinga á mörgum sviðum sem vinna þétt saman, viðskiptavinum og samfélaginu öllu til hagsbóta. Höfuðstöðvar KPMG eru í Reykjavík en KPMG rekur starfsstöðvar á 14 stöðum víðsvegar um landið.
„Í ársbyrjun 2025 urðu þær breytingar hjá okkur að bókhalds-og launaþjónusta færðist yfir til ECIT Bókað.
ECIT Bókað er stærsta bókhaldsstofa landsins og veitir bókhalds og launaþjónustu um land allt. Félagið hefur lagt áherslu á að sameina fjármál- og upplýsingatækni til að einfalda og bæta rekstur fyrirtækja með snjöllum bókhalds- og launaþjónustulausnum,“ segir Guðbjörg Erla sem stýrir skrifstofunni í Eyjum. Byrjaði hún í maí 2014. Er með BS í viðskiptafræði og meistaragráðu í reikningsskilum og endurskoðun. „Nökkvi Már, byrjaði í janúar 2024. Er með BS í viðskiptafræði og MBA gráðu. Elín Inga Halldórsdóttir byrjaði í nóvember 2021. Er með BS gráðu í viðskiptafræði og sér um bókhald og launavinnslu fyrir viðskiptavini okkar í Vestmannaeyjum.“
Guðbjörg Erla og Nökkvi Már starfa á endurskoðunarsviði KPMG og Elín Inga starfar á bókhaldssviði hjá ECIT Bókað. „Á meðan Elín Inga er í fæðingarorlofi erum við með aðstoð frá yndislegum starfsfólki ECIT á Selfossi. Engar breytingar eru á skrifstofu okkar í Vestmannaeyjum, starfsmenn KPMG og ECIT starfa saman á skrifstofunni og við vinnum fyrir sömu viðskiptavinina þó undir sitt hvoru nafninu.“ KPMG veitir margvíslega og fjölbreytta þjónustu á sviði endurskoðunar, reikningsskila, skattskila og ráðgjafar. Starfsmenn skrifstofunnar í Eyjum veita alla þessa þjónustu með aðstoð frá öðrum sérfræðingum fyrirtækisins. „Fyrirtækin sem við vinnum fyrir eru á öllum stæðagráðum og eru verkefnin fjölbreytt.Það er kostur að vinna á minni skrifstofu og fá að takast á við margvíslegar áskoranir. Við búum svo vel að við getum alltaf leitað til sérfræðinga okkar þegar upp koma sérstök mál.“ Guðbjörg segir að bæði KPMG og ECIT starfi þannig að allir í fyrirtækjunum geta unnið verkefni hvar sem er á landinu eða út fyrir landsteina. „Með því fær starfsfólkið enn meiri reynslu og þekkingu sem við getum nýtt okkur hér á skrifstofunni. Við erum staðsett á annarri hæð í Þekkingarsetrinu og eru allir velkomnir að kíkja við og fá frekari upplýsingar um þá þjónustu sem bæði KPMG og ECIT Bókað geta veitt.“
Starfólk KPMG og ECIT í Eyjum
„Ég heiti Guðbjörg Erla, dóttir Rikka og Möttu og gift Ágústi Surtseyjarfara. Við eigum þrjú börn, Emilíönu, Svenna og Rebekku. Fædd og uppalin í Vestmannaeyjum. Bjó í Reykjavík í sex ár og flutti þá aftur heim. Vil hvergi annarsstaðar vera. Frábært að vinna hjá KPMG og er ekki síðra að geta unnið við það sem maður menntaði sig til í sinni heimabyggð. Það er ótrúlega flott”
„Ég heiti Elín Inga og kem að norðan, frá Akureyri og ólst upp í Hafnarfirði líka. Er Akureyringur með viðkomu í Hafnarfirði. Kom fyrst 2010 en búið hérna síðan 2016 og líkar vel. Maðurinn minn er Þorgeir Þór Friðgeirsson, Eyjamaður og eigum tvær stelpur, Hildi og Unni Björk. Ég byrjaði hjá KPMG árið 2021, færðist svo yfir til ECIT Bókað í ársbyrjun 2025 og líkar mjög vel.“
„Ég heiti Nökkvi Már Nökkvason og er sonur Nökkva Sveins, barnabarn Þóru og Svenna,“ segir Nökkvi Már sem fetar í fótspor pabba síns hjá ÍBV í fótboltanum. „Ég flutti hingað í febrúar eða mars á síðasta ári og bý með kærustunni en hef spilað með ÍBV síðan 2017,“ bætir hann við kann vel við sig hjá KPMG.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst