Menningarmálanefnd Hveragerðis stóð fyrir málstofu um Hveragerði þann 24. september síðastliðinn.
Um hundrað gestir af öllu Suðurlandi sóttu málstofuna og áttu skemmtilega kvöldstund á Listasafni Árnesinga.
Björn Pálsson sýndi og sagði frá gömlum myndum og tóku gestirnir þátt í þeirri upprifjun og urðu myndirnar ljóslifandi í minningunni. Kristín B. Jóhannesdóttir las upp ljóðið, Vinurinn eftir séra Helga Sveinsson og spilaði Hörður Friðþjófsson ljúfa gítartóna undir.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst