Talsverður fjöldi fólks var samankominn í andyri Barnaskólans í Vestmannaeyjum en nú í morgun var þar undirritaður sáttmáli gegn einelti í Vestmannaeyjum. Nemendur Grunnskóla Vestmannaeyja undirrituðu allir sáttmálann, og einnig bæjarbúar og gestir Vestmannaeyja sem mættu á staðinn. Meðal þeirra sem undirrituðu sáttmálann, voru útvarpsmennirnir Simmi og Jói og bæjarstjórinn Elliði Vignisson.