Ég var mjög undrandi þegar ég heyrði að ÍBV-íþróttarfélag (handbolti og fótbolti) hefði fengið leyfi til að leigja veggi nýja fjölnota íþróttahússins því sjálfur er ég andvígur auglýsingum á eignum bæjarins. En það er nú bara þannig að stundum lendir maður undir og er þá ekkert annað að gera en sætta sig við gjörðan hlut og gera það besta úr aðstæðum.