Fjölþjóðlegt samfélag við rætur Helgafells
12. október, 2023

„Hér eru menn frá Póllandi, Lettlandi, Danmörku, Noregi og Rúmeníu. Allt karlmenn nema ein kona sem kemur einstaka sinnum. Píparar, rafvirkjar og aðrir iðnaðarmenn að mestu sem vinna inni í Botni og austur í fjöru. Líka menn frá Þjótanda sem sér um jarðvegsvinnu og Íslendingar sem bora eftir sjó austur í fjöru. Flestir búa hér en nokkur fyrirtæki hafa starfsmenn sína í skiptikerfi, þeir vinna þá hjá okkur í þrjár til sex vikur og fara svo heim og koma aftur þegar næsti hópur fer heim,“ segir Sólveig Rut Magnúsdóttir, starfsmaður LAXEY (ILFS) sem hefur yfirumsjón með búðum félagsins við Helgafell. Í daglegu tali kallað Hótel Helgafell sem er á austurhluta Helgafellsvallar. Alls eru íbúðirnar 88 í tveimur tveggja hæða lengjum. Fyrstu íbúarnir fluttu inn í maí. 

Þetta eitt sýnir umfang Laxeyjar í Vestmannaeyjum sem er að reisa seiðaeldisstöð innst í Friðarhöfn og laxeldisstöð í Viðlagafjöru. Gert er ráð fyrir fyrstu hrognunum í haust og næsta sumar á eldisstöðin að vera tilbúin að taka á móti fyrstu seiðunum. Það er því mikið að gera á öllum vígstöðvum hjá Laxey en þetta er stærsta einstaka framkvæmd í Vestmannaeyjum frá upphafi. Í dag eru starfsmenn um 120. 

Gert er ráð fyrir að verkið taki allt að sjö ár og segir Sólveig að eitthvað sé um að menn vilji fá fjölskyldurnar til sín. „Það er að aukast og þetta eru menn sem ætla sér að vera allan tímann. Taka íbúðir á leigu og eru barnafjölskyldur í þessum hópi,“ segir Sólveig og nefnir Renāte sem sér um þrif í búðunum sem dæmi. Maður hennar vinnur inni í Botni og eiga þau tvo stráka, átta  og ellefu ára. „Þeir byrjuðu í skóla í gær og voru mikið spenntir. Finnst æðislegt að vera að byrja í skólanum.“ 

Sólveig Rut Magnúsdóttir hefur yfirumsjón með búðunum við jaðar Helgafells. 

Sólveig Rut og Renāte í annarri kaffi– og eldunaraðstöðu búðanna. 

Núna er allt fullt á Hótel Helgafelli en hvernig gengur að stýra hótelinu? „Það gengur ágætlega en nóg að gera. Það hafa engir stórir árekstrar orðið og allir sem hér búa hafa komið vel fram gagnvart mér. Ég úthluta herbergjum, skrifa leigusamninga og sé um að allt sé í lagi. Mikil vinna hefur verið í kringum vinnubúðirnar svona til þess að byrja með enda erum við að tala um rekstur á 88 herbergjum, ég hef mikið verið að skjótast á kvöldin til þess að taka á móti nýjum starfsmönnum og redda þeim hlutum sem þarf að græja“ segir Sólveig sem að endingu sýndi íbúðir og aðstöðu sem er í boði. 

Íbúðirnar eru ekki stórar en vistlegar, með svefnplássi og snyrtiaðstöðu. Stór setustofa er í hvorri lengju og rúmgóð kaffi- og eldunaraðstaða með borðum og stólum. 

Safna fyrir nýju húsi í Lettlandi 

Renate, Endijs, Sandris og Deivids 

„Þetta er sjöunda árið sem að maðurinn minn er við vinnu á Íslandi. Laun eru mjög lág í Lettlandi en verð í búðum eru þau sömu og hér á landi þannig að við ákváðum að flytja okkur um sess til Íslands. Önnur ástæða fyrir því að við erum hérna er draumurinn um að byggja okkar eigið hús heima” segir hin lettneska Renāte Heisele sem sér um þrif á búðunum við Helgafell.  

Renāte er gift Sandris sem vinnur við smíðar á seiðastöðinni. Saman eiga þau drengina Deivids sem er í 6. bekk og Endijs sem var að byrja í 3. bekk. Fjölskyldan flutti til landsins milli jóla og nýárs og á Kirkjuveginn í Eyjum í byrjun febrúar. „Áður en við fluttum hingað þá hafði ég heimsótt manninn minn og líkaði mjög vel við mig. Fjöllin, fossarnir, norðurljósin og þessi náttúra er hreint stórbrotin. Um tíma bjuggum við á Tálknafirði og ég vann þar í einhverja þrjá mánuði. Þar var ég líka að vinna við þrif á svipuðum gámahúsum.” 

Hún segir notalegt að búa í Eyjum og íbúana hafa tekið vel á móti þeim. Þá séu aukin lífsgæði fólgin í því að losna við bílaumferðina og verandi umkringd náttúru. „Síðan eru mun betri möguleikar hér upp á framtíðina að gera fyrir barnafjölskyldur miðað við í Lettlandi. Strákarnir kunna vel við sig í skólanum og þegar börnin eru ánægð þá eru foreldrarnir það líka.” 

Yndislegt að vera orðinn hluti af samfélaginu 

Christopher Sørensen, framkvæmdastjóri Plast Solutions ApS. 

Christopher Sørensen er stofnandi og framkvæmdastjóri fyrirtækisins Plast Solutions ApS í Danmörku sem framleiðir allar gerðir plasts fyrir fiskeldi, lífgas og iðnað. Þá sérhæfa þau sig í uppsetningu á tæknilögnum og fiskeldiskerfum eins og þess sem unnið er að fyrir ILFS. Áhersla er lögð á sjálfbærni og umhverfisvænar lausnir. „Þannig að við erum hér til að aðstoða við byggingu og uppsetningu núverandi verkefna og meðal annars að sjóða saman alls konar plasteiningar.” 

 Plast Solutions var stofnað árið 2018 eftir að Christopher hafði tekið eftir vaxandi þörf fyrir fiskeldisframkvæmdir og vildi bjóða upp á sérhæfðari lausnir fyrir atvinnugreinina. Í dag eru nokkrir hluthafar í félaginu og eru starfsmenn orðnir fimmtíu talsins. 

 „Við mættum hingað í byrjun maí og það hefur verið algjörlega frábært að koma til Íslands. Við höfum aðallega verið að vinna út í Noregi þannig að þetta er svolítið öðruvísi og þessi eyja sérstaklega, hún er alveg einstök. Við höfum verið hérna í teymum til skiptis. Hvert teymi er hér í þrjár til fjórar vikur að vinna og fer svo heim í tvær vikur” segir Christopher. 

 Christopher býr í búðunum við Helgafell og segir aðstöðuna þar góða. Hann er nýmættur aftur til Vestmannaeyja eftir að hafa verið í Esbjerg á suðvestur Jótlandi þar sem eiginkona hans og dóttir þeirra eru búsett. Fjölskyldan á svo eftir að sameinast á ný þegar mæðgurnar flytja til Eyja í byrjun október. „Það er yndislegt að vera orðinn hluti af þessu litla eyjasamfélagi og okkur hlakkar til að sjá hvað framtíðin ber í skauti sér” segir Christopher að síðustu. 

Við erum ekki að vinna í ballett 

Inn í botni er hægt að rekast á vinina Krystian Czepiél og Piotr Maolzik frá Póllandi. Krystian er 35 ára verkstjóri við seiðastöðina og hefur verið búsettur á Íslandi síðan 2017. Hann kom til Vestmannaeyja í byrjun árs og býr í búðunum við Helgafell. „Það er mjög fínt að búa þar og maður kynnist fólki frá öllum heimshornum. Það getur samt stundum verið erfitt að búa með svona mörgum karlmönnum sem þurfa oft að losa um streitu og fá einhvers konar útrás. Síðan eru kannski sumir kvarta undan hvor öðrum en svona er þetta, við erum ekki að vinna í ballett.” 

 Geturu séð fyrir þér að eiga heima hérna í framtíðinni? „Ég get því miður ekkert sagt um það núna. Ég þarf bara að elta verkefnin. Ég verð örugglega hérna í einhver þrjú til fjögur ár þar til við erum búin með seinni hlutann austur í fjöru og svo sjáum við bara til hvað gerist. Ég væri alveg til í að eignast fjölskyldu hérna en eftir þetta verkefni þá þarf ég ef til vill bara að elta það næsta,” segir Krystian en hann er mjög ánægður á Íslandi og þá sérstaklega ánægður með veðurfarið. „Það er aldrei of heitt né of kalt. Þetta er bara akkúrat eins og það á að vera. Síðan er ég líka mikið fyrir rok þannig að þetta er bara fullkomið.” 

Ætlar að deyja hérna  

Piotr, eða Pétur eins og hann er kallaður á íslensku, er smiður frá Kraká og hefur búið á Íslandi í að verða tvo áratugi. Hann er orðinn nokkuð sleipur í að tala íslensku og hefur verið að mæta á íslenskunámskeið. Hann leigir einbýlishús í Eyjum og fær fjölskylduna í heimsókn til sín í næstu viku. „Ég ætla að deyja hérna” segir hann staðfastur er spurður hvort hann ætli að búa á Íslandi í framtíðinni. 

Krystian Czepiél og Piotr Maolzik. 

Borðtennisborðið er einkar vinsælt meðal íbúa hótelsins. 

Í þessari íbúð er allt til alls. 

Greinina má einnig lesa í 18. tbl Eyjafrétta.

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
EF Fors 10 Tbl 2025
10. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson
Mest lesið
viðburðir
PXL 20251104 095848596
7. nóvember 2025
20:00
Bókakynning í Eldheimum - Óli Gränz
Skemmtun
ludra
8. nóvember 2025
16:00
Hausttónleikar Lúðrasveitar Vestmannaeyja í Hvítasunnukirkjunni
Skemmtun
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.