Fjórar skrifuðu undir í hádeginu
27. september, 2014
Í hádeginu skrifuðu fjórar ungar og mjög efnilegar knattspyrnukonur undir framlengingu á samningi sínum hjá ÍBV. �?etta eru þær Guðrún Bára Magnúsdóttir, Sigríður Lára Garðarsdóttir, Sóley Guðmundsdóttir og Sabrína Lind Adolfsdóttir. Guðrún Bára hefur fengið stærra hlutverk með liðinu í ár og þær Sigríður Lára, Sóley og Sabrína Lind eru allar lykilleikmenn liðsins. Guðrún Bára, Sigríður Lára og Sóley gengu upp í gegnum yngri flokka ÍBV en Sabrína Lind kom til félagsins frá KFR en félögin starfa náið saman og hóf Sabrína meistaraflokksferilinn hjá ÍBV.
Í gær skrifuðu þær Shaneka Gordon og Natasha Anasi undir áframhaldandi samning hjá ÍBV og stefnir því í að ÍBV haldi óbreyttu liði næsta sumar.

Tengdar fréttir

Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst