Fjórði flokkur karla hjá ÍBV er komið í úrslit Íslandsmótsins í fótbolta. Strákarnir tryggðu sér endanlega sætið í úrslitunum með góðum sigri á BÍ/Bolungarvík um síðustu helgi en leikurinn fór fram á Hásteinsvelli og urðu lokatölur hjá bæði A- og B-liðunum 3:0 fyrir ÍBV.