Mynd/HSÍ
Íslenska karlalandsliðið í handbolta tryggði sér glæsilegan sigur á Egyptalandi í sínum fyrsta leik í milliriðli 4 á HM í gær. Bæði lið komu inn í milliriðilinn með fjögur stig úr riðlakeppninni, en Ísland er nú í toppsæti með sex stig.
Við náðum tali að Eyjamanninum í liðinu, Elliða Snæ Viðarssyni og fengum að heyra aðeins í honum hljóðið. Elliði segist vera nokkuð ferskur líkamlega eftir þessa fjóra leiki en nefnir að vissulega taki þetta á og að menn verði aðeins lemstraðir eftir leiki, þó svo að þeir séu fljótir að jafna sig aftur.
En hvernig mun liðið undirbúa sig fyrir næsta leik gegn Króatíu? ,,Ég geri ráð fyrir að við höldum sömu rútínu og síðustu daga, 3-4 videofundir og förum svo vel yfir sóknarleikinn þeirra á æfingunni” svarar Elliði. Við erum með háleit markmið, en verðum samt að halda okkur á jörðinni og einbeita okkur að næsta leik.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst