Fjórir Eyjamenn eru í U-21 árs leikmannahópi sem þjálfararnir Eyjólfur Sverrisson og Tómas Ingi Tómasson tilkynntu í dag en 23 leikmenn eru í hópnum. Eyjamennirnir eru Eiður Aron Sigurbjörnsson, Þórarinn Ingi Valdimarsson, Guðmundur Þórarinsson og Brynjar Gauti Guðjónsson en þrír síðastnefndu leika með ÍBV en Eiður leikur með Örebro í sænsku úrvalsdeildinni.