Fyrstu skemmtiferðaskipin þetta sumarið komu til Eyja fyrr í mánuðinum. Þau munu svo hafa reglulegar viðkomur hér í Eyjum í allt sumar og fram á haust. Raunar er búist við metfjölda farþega til Eyja með skemmtiferðaskipum í ár, en í fyrra komu um 33 þúsund farþegar þessa leið til Eyja.
Eitt þeirra liggur nú við Nausthamarsbryggju. Það er skipið Deutschland. Á síðasta degi maí mánaðar er svo gert ráð fyrir þremur farþegaskipum í Vestmannaeyjahöfn. Það eru skipin Silver Endeavour, World Navigator og Fridtjof Nansen. Hægt er að fylgjast með komum skemmtiferðaskipa til Eyja hér. Myndin hér að ofan er tekin í blíðunni í dag.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst