Innanríkisráðuneytið hefur birt til umsagnar drög að reglugerð um breytingu á reglugerð um öryggi farþegaskipa í innanlandssiglingum. Unnt var að senda ráðuneytinu umsagnir þangað til í gær en þau eru samin að tillögu Vegagerðarinnar. �?au fela í sér breytingu á skilgreiningu siglingaleiðarinnar milli Vestmannaeyja og Landeyjahafnar á tímabilinu 1. maí til 30. september ár hvert.
Samkvæmt gildandi reglum eru það einungis skip í flokki B sem mega sigla milli lands og Eyja. Vegagerðin leggur til að því verði breytt þannig að skip í flokki C megi sigla umrædda leið á tímabilinu 1. maí til 30. september ár hvert. Verði reglugerðin samþykkt mega minni skip en Herjólfur sigla með farþega í Landeyjahöfn og til �?orlákshafnar yfir sumartímann.
Ákvörðun um skilgreiningu siglingaleiða miðast við ölduhæð og fjarlægð frá strönd og er siglingaleiðin milli lands og Eyja innan þeirra marka sem gilda um flokk C.