Á fundi Fjölskyldu- og tómstundaráðs í síðasta mánuði fór Eyrún Haraldsdóttir verkefnastjóri æskulýðs- og tómstundamála yfir nýtingu frístundastyrkjarins fyrir árið 2024. Alls eru 946 börn á aldrinum 2 til 18 ára sem eiga rétt á frístundastyrk.
Alls voru greiddir út 1034 frístundastyrkir árið 2024 sem skiptust niður á 706 einstaklinga eða 74,6% barna. Það voru 389 drengir (55%) og 317 stúlkur (45%). Það er aukning frá árinu áður þar sem 672 einstaklingar nýttu sér frístundastyrk í 815 umsóknum.
Hægt er að nýta frístundastyrkinn í mismunandi tómstunda- og íþróttastarf. Mest er styrkurinn nýttur til að greiða félagsgjöld hjá ÍBV íþróttafélagi. En einnig er hann nýttur hjá Rán fimleikafélagi, Tónlistarskóla Vestmannaeyja, Golfklúbbi Vestmannaeyja, Karate, Hressó og fleiri.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst