Framhaldsskólanum var slitið í gær og útskrifuðust þrettán nemar á haustönn, fimm af stúdentabrautum og átta af iðnbrautum. Thelma Björk Gísladóttir, aðstoðarskólastjóri fór yfir starfið á haustönn en um 280 nemendur voru skráðir til náms á 11 mismunandi brautum og 82 áfangar kenndir. „Iðn- og verkmenntaskólar hér á landi fóru í átak haustið 2017 með það að markmiði að fjölga fagmenntuðu fólki og fá 20% grunnskólanema til að velja iðn- og starfsnám árið 2025 og 30% árið 2030. Þessi vinna hefur skilað sér vel fyrir okkar skóla. Ef við rennum hratt yfir innritunartölurnar þá sóttu tæplega 59% umsækjenda á haustönninni um iðn- og verknám. 36% nemenda fæddir 2008, s.s. þau sem voru að komu beint úr grunnskólanum, sóttu um í iðn- og verknámi eða 21 nemandi af 59. Markmið skólanna fyrir árið 2030 var slegið og gott betur en það,“ sagði Thelma Björk.
Oktawia Piwowarska flutti ávarp fyrir hönd útskriftarnema og Bergvin Haraldsson frá ÍBV – Íþróttafélag veitti barmmerki félagsins þeim sem klárað hafa fjórar annir eða fleiri í akademíu ÍBV og FÍV. Þeir voru Adam Smári og Ívar Bessi Viðarsson. Skólinn veitti Oktawiu Piwowarska og Róbert Elí Ingólfssyni viðurkenningu fyrir góðan heildarárangur í námi.
Að lokum ávarpaði Helga Kristín Kolbeins, skólameistari nemendur og þakkaði þeim samveruna í gegnum árin áður en hún sleit skólanum.
Útskriftarnemar á haustönn
Adam Smári Sigfússon – Stúdentsbraut
Aníta Marý Kristmannsdóttir – Stúdentsbraut
Anton Már Óðinsson – Pípulagnir
Arnar Freyr Önnuson – Pípulagnir
Daníel Andri Kristinsson – Vélstjórn
Guðmundur Jón Magnússon – Pípulagnir
Ísak Huginn Héðinsson – Viðbótarnám til stúdentsprófs
Ívar Bessi Viðarsson – Stúdentsbraut-félagsvísindalína
Jökull Orri Gylfason – Pípulagnir
Katrín Lára Karlsdóttir – Sjúkraliðabraut og viðbótarnám til stúdentsprófs
Oktawia Piwowarska – Stúdentsbraut-félagsvísindalína
Róbert Elí Ingólfsson – Stúdentsbraut
Sigursteinn Marinósson – Viðbótarnám til stúdentsprófs
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst