Kristín Jóhannsdóttir, markaðsfulltrúi Vestmannaeyjabæjar, hefur ásamt nokkrum ferðaþjónustuaðilum í Vestmannaeyjum skrifað samgönguráðherra bréf þar sem hún leggur áherslu á að það vanti neyðaráætlun eða plan B sem virkar þegar samgönguleið Vestmannaeyinga í Landeyjahöfn er lokuð Kristín kemur inn á ríkisstyrkt flug í bréfinu, ferðaþjónustubáta og Herjólf.