Hugsanlegt er að hægt verði að auka notkun Landeyjahafnar við ferjusiglingar til Vestmannaeyja með því að hafa Breiðafjarðarferjuna Baldur í siglingum þegar höfnin er ófær fyrir Herjólf. Þrjú skipafélög, að minnsta kosti, hafa kynnt hugmyndir sínar og kannað aðstöðu í Vestmannaeyjum vegna útboðs á rekstri Herjólfs. Auk stóru skipafélaganna, Eimskips og Samskips, hafa Sæferðir verið að athuga möguleika á tilboði.