Eitt tilboðanna dæmt ógilt

Í síðasta mánuði var greint frá því að bæjarráð Vestmannaeyja hefði samþykkt samhljóða að taka tilboði Terra í sorphirðu og förgun. Venjan er sú að fagráðið fjalli fyrst um mál sem þessi, sem í þessu tilfelli er framkvæmda- og hafnarráð og í kjölfarið fer málið fyrir bæjarráð. Spurður um ástæður þess að svo var ekki […]
Skautað fram hjá Eyjum í kjördæmaviku

„Að lokinni kjördæmaviku mun ég efna til fögnuðar í Hveragerði ásamt þingmönnum kjördæmisins þar sem við Sjálfstæðismenn og vinir munum koma saman og þétta raðirnar. Viðburðurinn verður laugardaginn 5. október á milli klukkan 14:00-16:00 í Skyrgerðinni og boðið verður upp á léttar veigar,“ segir Guðrún Hafsteinsdóttir, dómsmálaráðherra og oddviti Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi í pósti til […]
Gefur ekki tilefni til verðlækkunar

Í síðustu viku greindu Eyjafréttir frá því að HS Orka og Landsvirkjun hafi gert samning til næstu fjögurra ára. Samningurinn tryggir örugga orku á sanngjörnu verði til að reksturs varmadælustöðvar og rafskautaketils í Vestmannaeyjum. Í kjölfar tíðindana sendu Eyjafréttir fyrirspurn til HS Veitna um hvað megi búast við mikilli verðlækkun fyrir notendur í Eyjum. Í […]
Högnuðust um tæpan hálfan milljarð á fyrri hluta árs

Árshlutareikningur HS Veitna hf. fyrir fyrri hluta ársins 2024 var samþykktur á fundi stjórnar í síðasta mánuði. Heildarhagnaður á fyrri hluta ársins 2024 var 497 m.kr. á móti hagnaði á sama tímabili árið 2023 upp á 316 m.kr. EBITDA var á fyrri helmingi ársins 2024 1.881 m.kr. (35,48%) á móti 1.877 m.kr. (37,8%) á sama […]
Prestur ráðinn til að stýra Herjólfi

Búið er að ganga frá ráðningu í stöðu framkvæmdastjóra Herjólfs. Fram kemur í tilkynningu frá stjórn Herjólfs ohf. að Ólafur Jóhann Borgþórsson hafi verið ráðinn í starfið. „Eftir mat á umsóknum, viðtöl við umsækjendur og umsagnir aðila hefur stjórn Herjólfs ohf. ákveðið samhljóða að ráða Ólaf Jóhann Borgþórsson í starf framkvæmdastjóra félagsins og mun hann […]
110 tonna gufuþurrku keyrt í gegnum bæinn

Hún er engin smásmíði nýja gufuþurrkan sem koma á fyrir í Fiskimjölsverksmiðju Ísfélagins. Henni var trukkað í gegnum bæinn um hádegisbil í dag. Að sögn Páls Scheving, verksmiðjustjóra FES er verið að vinna í eflingu á framleiðslugetu verksmiðjunnar. „Gufuþurrka frá Alfa Laval sem í dag var flutt í gegn um bæinn frá Eimskip að Fesinu […]
Sigurgeir og sonardóttirin slá saman

Sigurgeir Jónsson, fyrrum kennari, sjómaður og blaðamaður með meiru, hefur verið ötull í ritun bóka, eftir að hann komst á eftirlaunaaldur og alls hafa komið út 13 bækur eftir hann langflestar á þessari öld. Nýjasta bók hans sem nú er að koma út heitir, Fyrir afa, nokkrar smásögur og er 14. bók hans. Flestar fjalla bækur […]
Geðrækt og geðheilsa í bland við tónlist og gleði

„Tilgangur Geðlestarinnar er að tala um geðheilsu og leiðir til að viðhalda henni. Við þurfum að huga að geðheilsu allt lífið og hlúa að henni. Geðheilbrigðismál eru ekki átaksverkefni heldur viðvarandi verkefni út lífið. Við þurfum að horfa til orsaka frekar en afleiðinga í viðleitni okkar til að bæta líðan fólks. Hvað er það í […]
Pysjurnar vel á sig komnar og óvenju margar

Pysjutímabilið í ár stóð frá ágúst og fram i september sem er hinn hefðbundni tími. Pysjurnar voru vel á sig komnar sem staðfesti frásagnir lundakarla um að mikið hefði verið um sílisfugl seinni hluta sumars. Síli er aðalfæða lundans og samkvæmt Hafró eru mörg ár síðan jafnmikið hefur fundist af því við Suðurströndina. Pysjueftirlitið, sem […]
HS Orka tryggir orku til Eyjamanna

Í dag skrifuðu HS Orka og Landsvirkjun undir samning sem tryggir örugga orku á sanngjörnu verði til að reksturs varmadælustöðvar og rafskautaketils í Vestmannaeyjum. Samningurinn gildir til næstu fjögurra ára. Friðrik Friðriksson, framkvæmdastjóri sölu‑ og þjónustusviðs HS Orku segir í samtali við Eyjafréttir að samningurinn um forgangsorku komi í stað samnings um skerðanlega orku. ,,Þetta er samningur […]