Orkuskipti með auknum kostnaði – það sem skjölin segja

Eyjafréttir hafa undanfarið fjallað um áhrif nýrrar orkuverðskrár í Vestmannaeyjum, sem tók gildi um áramótin. Í kjölfarið hefur rafmagnsferjan Herjólfur hætt að hlaða í heimahöfn og atvinnurekendur lýst stöðunni sem „hreint út sagt hræðilegri“. Samhliða hefur bæjarstjóri Vestmannaeyja lýst áhyggjum af stöðunni í viðtali við Vísi/Bylgjuna. Skjöl sem liggja til grundvallar lagningu nýrra raforkustrengja til […]
„Önnur gjaldskrá tekur við eftir lagningu strengjanna“

Eyjafréttir hafa undanfarna daga fjallað um áhrif nýrrar orkuverðskrár í Vestmannaeyjum, sem tók gildi 1. janúar. Í kjölfarið hefur rafmagnsferjan Herjólfur hætt að hlaða í heimahöfn og atvinnurekendur lýst stöðunni sem „hreint út sagt hræðilegri“. Af því tilefni leituðu Eyjafréttir svara hjá Landsnet um forsendur breytinganna og afstöðu fyrirtækisins. Að sögn Einars Snorra Einarssonar, forstöðumanns […]
Sleggjuleið forsætisráðherra til að lækka verðbólguna

Yfir 300 prósenta hækkun og afleit staða fyrir alla aðila „Þetta er sennilega sleggjuleið forsætisráðherra til að lækka verðbólguna. Sennilega munu fiskimjölsverksmiðjurnar ekki nota rafmagn sem fer um þennan streng og ég á von á að frystihúsin hætti að nota rafmagn frá þessari línu,“ segir Óskar Pétur Friðriksson, ljósmyndari Eyjafrétta með meiru á Fésbókarsíðu í […]
Alltaf litið á sig sem Vestmanneying

„Ég man nákvæmlega eftir því hvenær ég hitti Ásgeir Sigurvinsson í fyrsta skipti. Upp á dag! Það var eftir hádegi föstudaginn 21. júní árið 1968. Ég hafði komið siglandi úr Reykjavíkurhöfn með Herjólfi ásamt móður minni tveim dögum fyrr því fjölskyldan var að flytja til Vestmannaeyja. Faðir minn hafði komið sér fyrir í íbúðinni að […]
Herjólfur hættir að hlaða í heimahöfn

Rafmagnsferjan Herjólfur hefur hætt að hlaða í Vestmannaeyjum eftir að gjaldskrá fyrir flutning raforku til Eyja hækkaði verulega, samkvæmt upplýsingum frá rekstraraðila ferjunnar. Ný gjaldskrá tók gildi á nýársdag, og hefur ekki verið hlaðið síðan á gamlársdag. Í kjölfarið siglir Herjólfur nú á olíu frá Vestmannaeyjum til Landeyjahafnar. „Þessi hækkun er einfaldlega óverjandi og knýr […]
Eyjamaðurinn Ásgeir Sigurvinsson hlaut Fálkaorðuna

Forseti sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu við hátíðlega athöfn á Bessastöðum í dag, 1. janúar 2026. Meðal þeirra er Eyjamaðurinn Ásgeir Sigurvinsson, fyrrverandi knattspyrnumaður sem fékk viðurkenningu fyrir afreksárangur í knattspyrnu. Þau sem fengu heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu eru: Anna Júlíana Sveinsdóttir, söngkona og söngkennari, fyrir framlag til klassískrar tónlistarmenntunar. Ásgeir […]
Metþátttaka í styrktargöngu Krabbavarnar

Árleg styrktar-ganga og -hlaup til stuðnings Krabbavörn Vestmannaeyja fór fram í morgun og var þátttaka afar góð. Aðstæður til útivistar voru góðar, góður hiti en smá vindur. Gangan hófst við Steinsstaði og lauk á Tanganum þar sem þátttakendum var boðið upp á heita súpu og brauð. Samkvæmt Hafdísi Kristjánsdóttur einum af skipuleggjendum gekk viðburðurinn mjög […]
Yfir 30 þúsund farþegar komu með skemmtiferðaskipum til Eyja á árinu

Skemmtiferðaskip heimsóttu alls 33 hafnir og áfangastaði víðs vegar um landið á árinu 2025 og námu skipakomur 1.182 talsins, samkvæmt nýrri samantekt Cruise Iceland. Skipin fluttu samtals 333.394 farþega, sem dreifðust óvenju vel um landið, allt frá stærstu höfnum landsins til smærri og jafnvel afskekktra áfangastaða. Ferðamenn komu meðal annars til staða sem jafnan teljast […]
Flugeldabingó í kvöld

Handknattleiksdeild ÍBV stendur fyrir flugeldabingói í kvöld, mánudaginn 29. desember, í Höllinni. Húsið opnar 18:45 og hefst bingóið 19:30. Að vanda verða glæsilegir flugelda vinningar í boði, en viðburðurinn liður í fjáröflun fyrir starfsemi handknattleiksdeildarinnar. Flugeldabingóið hefur á undanförnum árum verið vel sótt og er orðinn fastur liður í undirbúningi fyrir áramótin. (meira…)
Magnaðar myndir af dalalæðu yfir Eyjum

Þær eru æði sérstakar og magnaðar myndirnar sem Halldór B. Halldórsson, myndasmiður náði af dalalæðunni sem lá yfir Eyjunum í morgun. „Ég náði þessum myndum rétt áður en að allt hvarf í þoku,” segir Halldór í samtali við Eyjafréttir en glugginn var ekki langur sem Halldór hafði. Á vef Wikipedia segir að Dalalæða (eining nefnd […]