Áhersla á halda jarðraski í lágmarki

Nú standa yfir framkvæmdir við lagningu tveggja nýrra rafstrengja frá landi til Eyja. Talsvert jarðrask er á Nýja hrauni vegna framkvæmdanna og hafa nokkrir áhyggjufullir bæjarbúar haft samband við ritstjórn Eyjafrétta vegna þessara jarðvegsframkvæmda. Að sögn Steinunnar Þorsteinsdóttur, upplýsingafulltrúa Landsnets eru framkvæmdir við lagningu jarðstrengshluta Vestmannaeyjalínu 4 og 5 í Vestmannaeyjum í fullum gangi. „Strengirnir  munu […]

Opnað fyrir umsóknir hvítu tjaldanna á mánudag

Undirbúningur fyrir Þjóðhátíð er nú kominn á fullt skrið og nú styttist í úthlutun lóða fyrir hvítu tjöldin. Á mánudaginn, klukkan 10:00, opnar fyrir umsóknir um lóðir fyrir hvítu tjöldin og verður hægt að sækja um á dalurinn.is. Umsóknarfresturinn stendur yfir til kl. 10:00 á miðvikudaginn 23. júlí. (meira…)

Þari og þang nýtt í sköpun

Á morgun, 17. júlí  verður boðið upp áhugavert námskeið í Fab Lab smiðjunni í Vestmannaeyjum þar sem kennt verður að nota þara og þang úr Eyjum í sköpun. Námskeiðið er frítt. Það eru Alberte Bojesen og Tuija Hansen sem bjóða íbúum að taka þátt í skapandi tilraunum með þara og þang í Fab Lab smiðjunni í Þekkingarsetrinu frá kl. 12.00 til 17.00. Áhugasamir sendi þeim tölvupóst og skrái sig […]

Heitasti dagur sumarsins en engin met

Heitasti dagur sumarsins í Vestmannaeyjum var í gær. Komst hitinn á Stórhöfða í 19,4 gráður kl. 13.00 í sól og hægum vindi. Hlýtt var allan daginn og var hitinn 16 og yfir 18 gráður. Ekki er um met að ræða. Það var sett á Stórhöfða 30. júlí 2008 þegar hitinn komst í 21,6 gráður. Mælingar á […]

Verða hitamet slegin á Stórhöfða á morgun?

Á morgun, mánudaginn 14. júlí er spáð mjög góðu veðri á öllu landinu, sól og hita og ekki útilokað að hitamet falli, m.a. á Stórhöfða. Þar spáir Veðurstofan 18 stiga hita, hægum vindi og sól seinni partinn. Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur, setti saman veðurannál fyrir árið 2008. Þar rifjar hann upp það helsta sem gerðist í veðrinu […]

Telja að viðbyggingin dragi úr umferðaröryggi

20250710 092734

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja tók fyrir á síðasta fundi umsókn um byggingarleyfi á Búhamri 1, en áður hafði farið fram grenndarkynning. Það er fyrirtækið Skuggabyggð ehf. sem sótti um leyfi fyrir stækkun á íbúðarhúsi um 47,3 m². Undirskriftarlisti frá ellefu nágrönnum barst ráðinu þar sem byggingaráformunum er mótmælt. Bréfritarar telja að viðbyggingin muni takmarka sjónlínur […]

Hætta núverandi ferli og endurmeta stöðuna

ithrottam

Líkt og kom fram á fundi bæjarráðs Vestmannaeyja þann 4. júní sl. var útboð vegna uppbyggingar og reksturs heilsuræktar við Íþróttamiðstöð kært til kærunefndar útboðsmála. Kærunefndin tók ákvörðun um að stöðva skyldi fyrirhugaða samningsgerð tímabundið á milli Vestmannaeyjabæjar, Lauga ehf. og Í toppformi ehf. skv. bréfi dags. 12. júní sl. á meðan málið er í […]

Tinna Ósk verslunarstjóri Icewear

ICEWEAR hefur starfað frá árinu 1972 og lagt áherslu á útivistarfatnað yst sem innst. Vegur Icewear hefur vaxið með hverju ári og er orðið eitt öflugasta fyrirtækið á þessu sviði hér á landi. Icewear opnaði í Vestmannaeyjum árið 2017, fyrst í Básum en er í dag í glæsilegu og rúmgóðu húsnæði í Baldurshaga við Bárustíg. […]

Þetta er góður dagur fyrir okkur Eyjamenn

„Í kvöld var Vestmannaeyjastrengur 5 (VM5) tekin á land í Eyjum, nú eru bæði VM4 og VM5, nýjir rafstrengir Landsnets, komir á land í Eyjum. Fyrsta hluta framkvæmdanna er lokið,“ segir Íris Róbertsdóttir á Fésbókarsíðu sinni í gærkvöldi þegar langingaskipið Aura kom að landi í Eyjum. „Tveir nýir rafstrengir hafa verið baráttumál okkar Eyjamanna undan farin ár enda mikið gengið á varðandi raforkuöryggi okkar. Þetta verður alger […]

VM5 strengurinn á land í Eyjum í kvöld

„Veðrið og öldurnar voru ekki alveg að spila með okkur í gær en eftir smá baráttu tókst okkur að koma strengnum í land á sandinum.  Skipið er nú á siglingu yfir til Vestmannaeyja og ef allt gengur samkvæmt áætlun verður strengurinn dreginn í land í Eyjum um kvöldmatarleytið,“ segir Steinunn Þorsteinsdóttir upplýsingafulltrúi Landsnets við Eyjafréttir […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.