Kynjahalli mestur í Eyjum

Ný tölfræði mennta- og barnamálaráðuneytisins og ÍSÍ sýnir að Vestmannaeyjar skera sig úr þegar litið er til kynjahlutfalla í íþróttastarfi. Íþróttabandalag Vestmannaeyja (ÍBV) er það íþróttahérað á landinu sem er með lægsta hlutfall kvenna meðal iðkenda árið 2024. Samkvæmt samantekt ársins í fyrra eru 64,6% iðkenda hjá ÍBV karlar en 35,4% konur. Heildariðkendur eru 2.219. […]
Andri bar sigur úr býtum í Jólalagakeppni Rásar 2

Tónlistarmaðurinn og eyjamaðurinn Andri Eyvinds bar sigur úr býtum í Jólalagakeppni Rásar 2 í ár með laginu Bakvið ljósin. Lagið, sem hann samdi sjálfur, fangar þá tilfinningu að hátíðarnar séu ekki endilega léttar fyrir alla, þvert á móti geti þessi tími ýft upp erfiðar tilfinningar hjá mörgum. Andri fékk verðlaunin afhent í Popplandi á Rás […]
Raforkuverð gæti þrefaldast hjá Herjólfi

HS Veitur hafa tilkynnt Herjólfi ohf. að Landsnet hyggist færa félagið af taxta fyrir ótrygga orku yfir á forgangstaxta, þar sem tveir rafstrengir til Vestmannaeyja eru nú komnir í gagnið. Slík breyting myndi þýða verulega hækkun á raforkuverði fyrir rekstur ferjunnar; úr 4,49 krónum á kWst í 16,13 krónur á kWst. Í fundargerð stjórnar Herjólfs […]
Hver er staða hitaveitusjóðsins?

Í framhaldi af greinaskrifum hér á Eyjafréttum sem m.a. vörðuðu stöðu fjármála Vestmannaeyjabæjar höfum við hjá Eyjafréttum ákveðið að taka saman peningalegar eignir bæjarins og rifja upp söluna á um 7% hlut bæjarins í Hitaveitu Suðurnesja árið 2006. Bærinn var mjög skuldsettur 2006 Samkvæmt ársreikningi árið 2006 átti bærinn einungis 120 milljónir kr í handbært fé og skuldaði 1.500 milljónir ásamt því að leigja töluvert af […]
Heilsuræktarútboð í vinnslu

Unnið er að gerð nýrra útboðsgagna vegna uppbyggingar og reksturs heilsuræktar við Íþróttamiðstöð Vestmannaeyja. Jón Pétursson, framkvæmdastjóri fjölskyldu- og fræðslusviðs Vestmannaeyjabæjar, segir í svari við fyrirspurn Eyjafrétta að búist sé við því að útboðið verði auglýst „öðru hvoru megin við áramótin“. Samkvæmt Jóni er ráðgjafi bæjarins nú að vinna að útboðsgögnum sem þurfa að uppfylla […]
Jólatónleikar Gleðisprengjanna

Jólatónleikar hljómsveitarinnar Gleðisprengjanna fara fram á fimmtudaginn næstkomandi á Brothers Brewery, en hljómsveitin varð til fyrir nokkru síðan eftir afrakstur skapandi verkefnis sem unnið var af þeim Jarli Sigurgeirssyni og Birgi Nilsen fyrir Visku í samvinnu við starfsfólk Heimaeyjar vinnu- og hæfingarstöðvar. Hópurinn hefur í framhaldinu þróast áfram og verður nú með jólatónleika líkt og […]
Kostnaður við Landeyjahöfn kominn yfir 10 milljarða

Ný eftirfylgniskýrsla Ríkisendurskoðunar um framkvæmda- og rekstrarkostnað Landeyjahafnar staðfestir að tvær af þremur ábendingum stofnunarinnar frá árinu 2022 hafa fengið viðhlítandi viðbrögð frá innviðaráðuneytinu og Vegagerðinni. Á sama tíma blasir við að umfangsmikil og dýr viðhaldsdýpkun muni halda áfram næstu ár, enda hefur heildstæð úttekt á framtíðarskipan hafnarinnar seinkað umtalsvert. Skýrslan, sem gefin var út […]
Mjög áhugaverður þáttur á Rás 1 í fyrramálið

Í fyrramálið verður fjórði þáttur um Sölvadal innst í Eyjafirði þar sem Gígja Hólmgeirsdóttir fer yfir sögu dalsins. Í þættinum verður fyrst og fremst rætt um Leif Magnús Grétarsson Thisland. Þátturinn byrjar kl. 10.15 á Rás 1, strax að loknum veðurfréttum. Rætt er við Óskar Pétur Friðriksson en Leif Magnús, sonarsonur hans fórst á voveiginlegan […]
Gleðileg gjöf til Félags eldri borgara

Í gærkvöldi afhenti Sigurjón Óskarsson Félagi eldri borgara í Vestmannaeyjum (FebV) nýtt leiktæki sem hann lét sérstaklega smíða fyrir félagið. Sigurjón bað svokallaða karla í skúrum, sem koma saman reglulega og fást við ýmis smíðaverk, um að taka að sér verkefnið. Tóku þeir vel í beiðnina og smíðuðu traust og glæsilegt leiktæki sem nú mun […]
Myndir frá kvöldopnun Sölku

Tískuvöruverslunin Salka stóð fyrir kvöldopnun í gær þar sem margt skemmtileg var um að vera. Í boði voru afslættir, léttar veitingar ásamt happadrætti og svo var tískusýning í lokinn þar sem sýndar voru vörur fyrir komandi jól og áramót. Í Sölku er að finna vörur frá meðal annars Neo Noir, Bruuns Bazaar, Soaked in Luxury […]