Orkuskipti með auknum kostnaði – það sem skjölin segja

Eyjafréttir hafa undanfarið fjallað um áhrif nýrrar orkuverðskrár í Vestmannaeyjum, sem tók gildi um áramótin. Í kjölfarið hefur rafmagnsferjan Herjólfur hætt að hlaða í heimahöfn og atvinnurekendur lýst stöðunni sem „hreint út sagt hræðilegri“. Samhliða hefur bæjarstjóri Vestmannaeyja lýst áhyggjum af stöðunni í viðtali við Vísi/Bylgjuna. Skjöl sem liggja til grundvallar lagningu nýrra raforkustrengja til […]

„Önnur gjaldskrá tekur við eftir lagningu strengjanna“

Eyjafréttir hafa undanfarna daga fjallað um áhrif nýrrar orkuverðskrár í Vestmannaeyjum, sem tók gildi 1. janúar. Í kjölfarið hefur rafmagnsferjan Herjólfur hætt að hlaða í heimahöfn og atvinnurekendur lýst stöðunni sem „hreint út sagt hræðilegri“. Af því tilefni leituðu Eyjafréttir svara hjá Landsnet um forsendur breytinganna og afstöðu fyrirtækisins. Að sögn Einars Snorra Einarssonar, forstöðumanns […]

Sleggjuleið forsætisráðherra til að lækka verðbólguna

Yfir 300 prósenta hækkun og afleit staða fyrir alla aðila „Þetta er sennilega sleggjuleið forsætisráðherra til að lækka verðbólguna. Sennilega munu fiskimjölsverksmiðjurnar ekki nota rafmagn sem fer um þennan streng og ég á von á að frystihúsin hætti að nota rafmagn frá þessari línu,“ segir Óskar Pétur Friðriksson, ljósmyndari Eyjafrétta með meiru á Fésbókarsíðu í […]

Alltaf litið á sig sem Vestmanneying

„Ég man nákvæmlega eftir því hvenær ég hitti Ásgeir Sigurvinsson í fyrsta skipti. Upp á dag! Það var eftir hádegi föstudaginn 21. júní árið 1968. Ég hafði komið siglandi úr Reykjavíkurhöfn með Herjólfi ásamt móður minni tveim dögum fyrr því fjölskyldan var að flytja til Vestmannaeyja. Faðir minn hafði komið sér fyrir í íbúðinni að […]

Herjólfur hættir að hlaða í heimahöfn

Hledsla Herj 2020 La

Rafmagnsferjan Herjólfur hefur hætt að hlaða í Vestmannaeyjum eftir að gjaldskrá fyrir flutning raforku til Eyja hækkaði verulega, samkvæmt upplýsingum frá rekstraraðila ferjunnar. Ný gjaldskrá tók gildi á nýársdag, og hefur ekki verið hlaðið síðan á gamlársdag. Í kjölfarið siglir Herjólfur nú á olíu frá Vestmannaeyjum til Landeyjahafnar. „Þessi hækkun er einfaldlega óverjandi og knýr […]

Eyjamaðurinn Ásgeir Sigurvinsson hlaut Fálkaorðuna

Forseti sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu við hátíðlega athöfn á Bessastöðum í dag, 1. janúar 2026. Meðal þeirra er Eyjamaðurinn Ásgeir Sigurvinsson, fyrrverandi knattspyrnumaður sem fékk viðurkenningu fyrir afreksárangur í knattspyrnu.     Þau sem fengu heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu eru: Anna Júlíana Sveinsdóttir, söngkona og söngkennari, fyrir framlag til klassískrar tónlistarmenntunar. Ásgeir […]

Metþátttaka í styrktargöngu Krabbavarnar

Árleg styrktar-ganga og -hlaup til stuðnings Krabbavörn Vestmannaeyja fór fram í morgun og var þátttaka afar góð. Aðstæður til útivistar voru góðar, góður hiti en smá vindur. Gangan hófst við Steinsstaði og lauk á Tanganum þar sem þátttakendum var boðið upp á heita súpu og brauð. Samkvæmt Hafdísi Kristjánsdóttur einum af skipuleggjendum gekk viðburðurinn mjög […]

Yfir 30 þúsund farþegar komu með skemmtiferðaskipum til Eyja á árinu

Tvo Skemmtiferdaskip 20250707 112459

Skemmtiferðaskip heimsóttu alls 33 hafnir og áfangastaði víðs vegar um landið á árinu 2025 og námu skipakomur 1.182 talsins, samkvæmt nýrri samantekt Cruise Iceland. Skipin fluttu samtals 333.394 farþega, sem dreifðust óvenju vel um landið, allt frá stærstu höfnum landsins til smærri og jafnvel afskekktra áfangastaða. Ferðamenn komu meðal annars til staða sem jafnan teljast […]

Flugeldabingó í kvöld

Handknattleiksdeild ÍBV stendur fyrir flugeldabingói í kvöld, mánudaginn 29. desember, í Höllinni. Húsið opnar 18:45 og hefst bingóið 19:30. Að vanda verða glæsilegir flugelda vinningar í boði, en viðburðurinn liður í fjáröflun fyrir starfsemi handknattleiksdeildarinnar. Flugeldabingóið hefur á undanförnum árum verið vel sótt og er orðinn fastur liður í undirbúningi fyrir áramótin. (meira…)

Magnaðar myndir af dalalæðu yfir Eyjum

default

Þær eru æði sérstakar og magnaðar myndirnar sem Halldór B. Halldórsson, myndasmiður náði af dalalæðunni sem lá yfir Eyjunum í morgun. „Ég náði þessum myndum rétt áður en að allt hvarf í þoku,” segir Halldór í samtali við Eyjafréttir en glugginn var ekki langur sem Halldór hafði. Á vef Wikipedia segir að Dalalæða (eining nefnd […]

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.