Herjólfur hættir að hlaða í heimahöfn

Hledsla Herj 2020 La

Rafmagnsferjan Herjólfur hefur hætt að hlaða í Vestmannaeyjum eftir að gjaldskrá fyrir flutning raforku til Eyja hækkaði verulega, samkvæmt upplýsingum frá rekstraraðila ferjunnar. Ný gjaldskrá tók gildi á nýársdag, og hefur ekki verið hlaðið síðan á gamlársdag. Í kjölfarið siglir Herjólfur nú á olíu frá Vestmannaeyjum til Landeyjahafnar. „Þessi hækkun er einfaldlega óverjandi og knýr […]

Eyjamaðurinn Ásgeir Sigurvinsson hlaut Fálkaorðuna

Forseti sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu við hátíðlega athöfn á Bessastöðum í dag, 1. janúar 2026. Meðal þeirra er Eyjamaðurinn Ásgeir Sigurvinsson, fyrrverandi knattspyrnumaður sem fékk viðurkenningu fyrir afreksárangur í knattspyrnu.     Þau sem fengu heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu eru: Anna Júlíana Sveinsdóttir, söngkona og söngkennari, fyrir framlag til klassískrar tónlistarmenntunar. Ásgeir […]

Metþátttaka í styrktargöngu Krabbavarnar

Árleg styrktar-ganga og -hlaup til stuðnings Krabbavörn Vestmannaeyja fór fram í morgun og var þátttaka afar góð. Aðstæður til útivistar voru góðar, góður hiti en smá vindur. Gangan hófst við Steinsstaði og lauk á Tanganum þar sem þátttakendum var boðið upp á heita súpu og brauð. Samkvæmt Hafdísi Kristjánsdóttur einum af skipuleggjendum gekk viðburðurinn mjög […]

Yfir 30 þúsund farþegar komu með skemmtiferðaskipum til Eyja á árinu

Tvo Skemmtiferdaskip 20250707 112459

Skemmtiferðaskip heimsóttu alls 33 hafnir og áfangastaði víðs vegar um landið á árinu 2025 og námu skipakomur 1.182 talsins, samkvæmt nýrri samantekt Cruise Iceland. Skipin fluttu samtals 333.394 farþega, sem dreifðust óvenju vel um landið, allt frá stærstu höfnum landsins til smærri og jafnvel afskekktra áfangastaða. Ferðamenn komu meðal annars til staða sem jafnan teljast […]

Flugeldabingó í kvöld

Handknattleiksdeild ÍBV stendur fyrir flugeldabingói í kvöld, mánudaginn 29. desember, í Höllinni. Húsið opnar 18:45 og hefst bingóið 19:30. Að vanda verða glæsilegir flugelda vinningar í boði, en viðburðurinn liður í fjáröflun fyrir starfsemi handknattleiksdeildarinnar. Flugeldabingóið hefur á undanförnum árum verið vel sótt og er orðinn fastur liður í undirbúningi fyrir áramótin. (meira…)

Magnaðar myndir af dalalæðu yfir Eyjum

default

Þær eru æði sérstakar og magnaðar myndirnar sem Halldór B. Halldórsson, myndasmiður náði af dalalæðunni sem lá yfir Eyjunum í morgun. „Ég náði þessum myndum rétt áður en að allt hvarf í þoku,” segir Halldór í samtali við Eyjafréttir en glugginn var ekki langur sem Halldór hafði. Á vef Wikipedia segir að Dalalæða (eining nefnd […]

Kærunefnd hafnar endurupptökukröfu

ithrotta-6.jpg

Kærunefnd útboðsmála hefur hafnað kröfu Lauga ehf. og Í toppformi ehf. um að afturkalla eða endurupptaka ákvörðun nefndarinnar frá 12. júní 2025 um að stöðva samningsgerð vegna uppbyggingar og reksturs heilsuræktar í Vestmannaeyjum. Þetta kemur fram í ákvörðun nefndarinnar sem kveðin var upp þann 17. nóvember sl.. Í þeirri ákvörðun staðfestir kærunefndin að stöðvun samningsgerðar […]

Allar eyjar og sker í Vestmannaeyjum staðfest eignarland bæjarins

default

Nú liggur fyrir skýr og endanleg niðurstaða í mikilvægu eignarhalds­máli Vestmannaeyjabæjar. Staðfest hefur verið að allar eyjar og sker í Vestmannaeyjum, að Surtsey undanskilinni, teljist eignarlönd í skilningi 1. gr. laga nr. 58/1998, um þjóðlendur og ákvörðun marka eignarlanda, sbr. jafnframt a-lið 7. gr. laganna. Eyjar utan strandlína falla undir eignarland Niðurstaðan tekur jafnframt til […]

Stjörnuleikurinn: Spenna og gleði – myndir

Stjörnuleikur 2025 stóð fyllilega undir nafni og bauð upp á skemmtun eins og stjörnuleikir eiga að gera. Liðin skipuðust okkar besta fólki og því var leikurinn afar jafn og spennandi frá fyrstu mínútu til þeirrar síðustu. Þrátt fyrir mikla baráttu, nokkur gul spjöld og eitt rautt, ríkti íþróttamannsleg stemning á vellinum. Leiknum lauk með jafntefli, […]

Jólablað Eyjafrétta: Fullt af mannlífi og samfélagsumræðu

Nýtt og veglegt jólablað Eyjafrétta kemur út í dag og að vanda er blaðið fjölbreytt og efnismikið, með áherslu á samfélagsmál, menntun, menningu, mannlegar sögur og jólahátíðina í Vestmannaeyjum. Blaðið er eins og áður segir mjög efnismikið og telur alls 56 blaðsíður. Í blaðinu er m.a. fjallað um nýja samgönguáætlun innviðaráðherra fyrir árin 2026–2030, þar […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.