Beint í æð frumsýnt í kvöld

Leikfélag Vestmannaeyja frumsýnir gamanleikritið Beint í æð eftir Ray Cooney í kvöld klukkan 20:00. Leikfélagið hefur unnið hörðum höndum að uppsetningu verksins og lofar áhorfendum skemmtilegri kvöldstund. Verkið hefur slegið í gegn á alþjóðavísu og dregur áhorfendur inn í hraða og skemmtilega atburðarás. Önnur sýning verður laugardaginn n.k. kl 20. Miðasölusíminn er opinn milli 16-18 […]
Tanginn opnaði aftur í dag

Veitingastaðurinn Tanginn opnaði aftur í hádeginu í dag eftir vetrarlokun, og nú geta heimamenn notið þess að gæða sér á ljúffengum mat með einstöku útsýni yfir höfnina. Staðurinn var þétt setinn í hádeginu, enda margir sem höfðu beðið spenntir eftir opnuninni. Á matseðlinum má áfram finna vinsæla rétti eins og súpu og salat, kjúklingasalatið og […]
Eyjakonan sem stýrir röntgendeild HSU

Geislafræðingurinn Aðalbjörg Skarphéðinsdóttir er deildarstjóri röntgendeildar HSU þar sem hún stýrir öflugu teymi níu sérfræðinga. Aðalbjörg er fædd og uppalin í Eyjum og sneri þangað aftur til að vinna sem geislafræðingur og ala upp börnin þrjú að námi loknu áður en hún hélt aftur upp á meginlandið og starfar í dag hjá HSU á Selfossi. […]
Heyrðu í söng hvalanna

Í gærkvöldi hélt Biggi Nielsen bæjarlistamaður magnaða tónleika í sundlaug Vestmannaeyja í samstarfi við Fab Lab Vestmannaeyjar í tengslum við Island Ocean Fusion Camp og Distributed Design verkefnið sem styrkt er að Creative Europe áætlun Evrópusambandsins. VSV, Ísfélag og Vestmannaeyjabær styrktu einnig tónleikana. Allir voru velkomnir og enginn aðgangseyrir og gestir upplifðu tónleikanna til fulls […]
Plöntu skiptimarkaður í Einarsstofu

Bókasafnið býður upp á skemmtilegan viðburð í Einarsstofu laugardaginn 22. mars næstkomandi, en þá verður haldinn svokallaður plöntuskiptimarkaður. Þarna skapast tækifæri fyrir allt plöntuáhugafólk að losa sig við plöntu og gefa henni nýtt heimili og jafnvel finna nýja plöntu í staðinn. Þeir sem eiga plöntu sem þeir vilja losa sig við eða deila með öðrum […]
Stefnuleysi í uppbyggingu íþróttamannvirkja

Eitt mesta framfaraskref í sögu íþrótta í Vestmannaeyjum er bygging Íþróttamiðstöðvarinnar sem vígð var árið 1976. Fullkomnasta sundlaug landsins og íþróttasalur sem átti sinn þátt í að koma ÍBV á kortið í íslenskum handbolta. Íþróttamiðstöðin efldi ekki aðeins almennt íþróttastarf því þarna var líka aðstaða fyrir skólasund og leikfimi fyrir börn og unglinga. Öll aðstaða […]
Auglýsa eftir aðilum til að byggja og reka heilsurækt

Bæjarráð samþykkti í morgun samhljóða að auglýsa eftir aðilum til að byggja heilsurækt við íþróttahúsið og reka hana. Fram kemur í fundargerðinni að fulltrúar Vestmannaeyjabæjar hafi fundað með þeim aðilum sem óskuðu eftir samtali um uppbyggingu heilsuræktar við Íþróttamiðstöð Vestmannaeyja. Annars vegar er um að ræða eigendur World Class og hins vegar Eygló Egilsdóttur, Garðar […]
Frátafir á Eiðinu eru töluvert minni en í Gjábakkafjöru

Framkvæmda- og hafnarráð Vestmannaeyja tók fyrir á fundi sínum í liðinni viku frumathugun á staðsetningum á stórskipakanti í Vestmannaeyjum. Skýrsluna vann Vegagerðin. Skýrslan byggist á því að grjót til uppbyggingar sé aðgengilegt í Vestmannaeyjum og ef svo er ekki raunin verður kostnaður umtalsvert meiri. Forsendur fyrir framlagi frá hafnarbótasjóði byggjast m.a. á fjárhagslegri hagkvæmni framkvæmda. […]
Vilja hefja rannsóknir á jarðlögum og hafsbotni milli lands og Eyja

Í dag var lögð fram á Alþingi tillaga til þingsályktunar um að hefja rannsóknir á jarðlögum og hafsbotni á fyrirhugaðri gangaleið milli lands og Vestmannaeyja. Flutningsmenn tillögunnar eru Karl Gauti Hjaltason, þingmaður Miðflokksins og Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokks. Þar segir að Alþingi álykti að fela samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra að láta vinna þrepaskipta rannsókn á jarðlögum […]
Vera Lífsgæðasetur opnar – heildræn nálgun að bættum lífsgæðum

Nýtt lífsgæðasetur opnar í Vestmannaeyjum föstudaginn 14. mars og markar þar með tímamót í velferðarþjónustu hér í Eyjum. Setrið er byggt á samstarfi fjögurra fagaðila sem deila sameiginlegri sýn um að efla lífsgæði einstaklinga. Með fræðslu, ráðgjöf og fjölbreyttri meðferð leggja þær áherslu á að bæta líðan fólks, efla sjálfshjálp og styðja það í leik […]