Gjaldþrot Play hefur mjög víðtæk áhrif

Stjórn Fly Play hf, hefur ákveðið að hætta starfsemi og hafa öll flug félagsins verið felld niður. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Play. Þar segir: „Stjórn Fly Play hf. hefur tekið þá ákvörðun að hætta starfsemi og hafa öll flug félagsins verið felld niður. Unnið verður náið með yfirvöldum og starfsfólki við að innleiða þær aðgerðir sem […]
Myndasyrpa frá Lundaballinu

Lundaballið, uppskeruhátíð bjargveiðimanna, fór fram á laugardaginn og var að þessu sinni í umsjá Helliseyinga. Gestir nutu ljúffengs matar að hætti Einsa Kalda og frábærrar skemmtunar þar sem boðið var upp á heimatilbúin skemmtiatriði sem vöktu mikla kátínu. Einar Ágúst og hljómsveitin Gosarnir héldu síðan uppi fjörinu og spiluðu fyrir dansi fram á nótt. Myndir: […]
Unnið að úrbótum fyrir verkdeild

Í kjölfar umræðu um að nemendur í verkdeild Grunnskóla Vestmannaeyja fái færri kennslustundir en aðalnámskrá gerir ráð fyrir, svarar Jón Pétursson, framkvæmdastjóri fjölskyldu- og fræðslusviðs Vestmannaeyjabæjar, gagnrýni og ábendingum. Hann segir að frávikin byggist á faglegu mati skólastjórnenda, kennara, sérfræðinga og foreldra, og að unnið sé að því að bæta þjónustuna. Ráða illa við lengri […]
Safnhúsið með loppumarkað

Safnhúsið verður með sinn árlega loppumarkað laugardaginn 4. október. Markaðurinn verður í anddyri Safnhússins og verður opin fyrir alla. Þeir sem hafa hug á að selja er bent á að hafa samband við bókasafnið, bokasafn@vestmannaeyjar.is, en 8 borð eru í boði. Seljendur geta komið og sett upp markaðinn frá hádegi föstudaginn 3. október og mega […]
Lundaball – Fréttir úr fjarska – Skeyti víða að

Enn og aftur er vitnað í grein Frétta af Lundaballi Helliseyinga haustið 1987 sem markaði ein mestu tímamót í skemmtanalífi Eyjamanna fyrr og síðar. Hér kemur síðasti kaflinn sem er nett upphitun fyrir Lundaballið í Höllinni á laugardaginn. Eins og Eyjamönnum er von og vísa bárust skeyti frá fólki um allan heim, þar á meðal […]
Draumalið sem gæti strítt þeim stóru

Guðmundur Ásgeir Grétarsson, 28 ára varaformaður ÍBV B, auglýsingastjóri ÍBV, starfsmaður Vestmannaeyjabæjar og einn mesti áhugamaður handboltans á Íslandi hefur síðustu daga komið sér upp sínu draumaliði í handboltanum og er valinn maður í hverju rúmi. Já, draumaliðið ÍBV B gæti strítt öllum liðum í Olísdeildinni. Hann vill ekki sleppa hendinni af Kára Kristjáni þó hann sé genginn til liðs við Þór […]
Aðför að lífeyrisréttindum sjómanna

Áhugaverð grein um lífeyrismál sem birtist í Morgunblaðínu í dag Árás er hafin á lífeyrisréttindi þeirra sem vinna ein erfiðustu og hættulegustu störf landsins – sjómanna og verkafólks. Ríkisstjórnin undir forystu Kristrúnar Frostadóttur hefur boðað að afnema svokallað jöfnunarframlag vegna örorku, sem er eitt mikilvægasta úrræði lífeyriskerfisins til að tryggja jöfnuð á milli þeirra sem […]
Samgöngur í kreppu – Krefjumst lausna núna

„Nú þegar haustið er gengið í garð eru samgöngur við einangruðustu byggð Íslands þegar farnar að gefa undan og Baldur siglir alla vikuna í Þorlákshöfn,“ segir Haraldur Pálsson á Fésbókarsíðu sinni í dag og bendir á þá úlfakreppu sem samgöngur við Vestmannaeyjar eru í. Bendir á mjög áhugaverða leið, stórskipahöfn í Landeyjafjöru. „Fimmtán árum eftir vígslu Landeyjahafnar […]
Vöruhúsið tekið við mötuneyti Laxeyjar

Vöruhúsið tók við rekstri mötuneytist Laxeyjar þann 20. september og stígur því ný skref í starfsemi sinni, en mötuneyti Laxeyjar var áður í þeirra eigin umsjá. Mötuneytið er vel sótt og þjónar starfsfólki Laxeyjar og tengdum aðilum. Vöruhúsið opnaði sumarið 2024 og hefur stimplað rækilega inn sem einn af vinsælustu matsölustöðum Vestmannaeyja. Staðurinn er í […]
Skipulagsráð telur áhyggjur af hávaða ekki eiga við

Bæjarstjórn Vestmannaeyja hefur staðfest breytingu á aðalskipulagi sem heimilar íbúðir á efri hæðum húsnæðis við Strandveg 89–97. Skipulagsstofnun benti þó á í kjölfarið að umsögn frá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands hafi verið röng og barst nú ný umsögn þar sem varað er við neikvæðum áhrifum íbúðarbyggðar á svæðinu. Heilbrigðiseftirlitið bendir á að föst búseta á svæðinu geti […]