Inga Sæland sér ljósið í Neistanum í Vestmannaeyjum

Inga Sæland, sem tekur við embætti mennta- og barnamálaráðherra í dag sagði á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun að menntakerfið hefði brugðist og vill fara finnsku leiðina og innleiða verkefnið Kveikjum neistann, sem Grunnskólinn í Vestmannaeyjum hefur fylgt með frábærum árangri frá árinu 2022. Mbl.is birti frétt um viðtalið við Ingu. Sagði Inga að tæplega helmingur drengja útskrifast úr […]
Hafnarsjóður rýrnar í höndum bæjarins

Þau gjöld sem hafnarsjóður Vestmannaeyja innheimtir af notendum hafnarinnar eru eingöngu ætluð til reksturs og uppbyggingar í höfninni. Undanfarin ár hefur hafnarsjóður safnað fyrir stórum framkvæmdum með því að hafa hafnargjöld hærri en sem nemur rekstrarkostnaði. Þannig hafa útgerðir greitt hærri hafnargjöld með það að markmiði að tryggja að höfnin hafi fjármagn til að standa […]
Myndir frá tröllagleði fimleikafélgsins

Í dag stóð Fimleikafélagið Rán fyrir skemmtilegri tröllagleði í íþróttahúsinu þar sem fjölmargir krakkar lögðu leið sína til að leika sér og fá útrás. Boðið var upp á þrautabrautir, badminton og opið var í trampólín gryfjuna. Iðkendur fimleikafélagssins sáu um að aðstoða og leiðbeina. Góð stemning var í húsinu og allir gátu fundið eitthvað við […]
Pétur Jóhann stígur á svið í kvöld

Grínistinn Pétur Jóhann Sigfússon mun stíga á svið í kvöld í Höllinni og skemmta Eyjafólki. Í viðburðinum frá Tix.is segir að áhorfendum verði boðið upp á rugl, hlátur og óþægilega fyndnar og skemmtilegar sögur úr daglegu lífi. Ekki er útilokað að vinsælir karakterar sem margir kannist við munu láta sjá sig. Sýningin fer fram kl […]
Fimleikafélagið Rán hlýtur samfélagsstyrk Krónunnar

Fimleikafélagið Rán í Vestmannaeyjum er meðal þeirra verkefna sem hlutu samfélagsstyrk frá Krónunni fyrir árið 2025. Krónan hefur um árabil veitt samfélagsstyrki til verkefna í nærsamfélagi verslana sinna og líkt og fyrri ár eru langflestir styrkhafar staðsettir á landsbyggðinni. Áhersla styrkjanna er á verkefni sem stuðla að aukinni umhverfisvitund eða lýðheilsu, einkum með ungu kynslóðin […]
„Aldrei gert ráð fyrir svona mikilli hækkun í einu“

Eyjafréttir hafa undanfarna daga fjallað um áhrif nýrrar orkuverðskrár í Vestmannaeyjum og birt m.a. fréttaskýringu þar sem rýnt var í skjöl sem liggja að baki lagningu nýrra raforkustrengja til Eyja. Í kjölfarið leituðu Eyjafréttir svara hjá Írisi Róbertsdóttur, bæjarstjóra Vestmannaeyja, um forsendur verkefnisins og hvort þær hafi verið nægilega skýrar. Afhendingaröryggi var algjört forgangsmál Að […]
Skyggnst inn í líf Eyjamanna á síðustu öld

Laugardaginn 10. janúar verður boðið upp á sérstaka sýningu í Sagnheimum þar sem gestir fá að skyggnast inn í fortíð Vestmannaeyja í gegnum lifandi kvikmyndir frá síðustu öld. Um er að ræða sýningarröð með myndefni sem tekið var á árunum 1924 til 1970, með megináherslu á tímabilið 1950 til 1970. Sýningin hefst kl 11:00. Myndefnið […]
Orkuskipti með auknum kostnaði – það sem skjölin segja

Eyjafréttir hafa undanfarið fjallað um áhrif nýrrar orkuverðskrár í Vestmannaeyjum, sem tók gildi um áramótin. Í kjölfarið hefur rafmagnsferjan Herjólfur hætt að hlaða í heimahöfn og atvinnurekendur lýst stöðunni sem „hreint út sagt hræðilegri“. Samhliða hefur bæjarstjóri Vestmannaeyja lýst áhyggjum af stöðunni í viðtali við Vísi/Bylgjuna. Skjöl sem liggja til grundvallar lagningu nýrra raforkustrengja til […]
„Önnur gjaldskrá tekur við eftir lagningu strengjanna“

Eyjafréttir hafa undanfarna daga fjallað um áhrif nýrrar orkuverðskrár í Vestmannaeyjum, sem tók gildi 1. janúar. Í kjölfarið hefur rafmagnsferjan Herjólfur hætt að hlaða í heimahöfn og atvinnurekendur lýst stöðunni sem „hreint út sagt hræðilegri“. Af því tilefni leituðu Eyjafréttir svara hjá Landsnet um forsendur breytinganna og afstöðu fyrirtækisins. Að sögn Einars Snorra Einarssonar, forstöðumanns […]
Sleggjuleið forsætisráðherra til að lækka verðbólguna

Yfir 300 prósenta hækkun og afleit staða fyrir alla aðila „Þetta er sennilega sleggjuleið forsætisráðherra til að lækka verðbólguna. Sennilega munu fiskimjölsverksmiðjurnar ekki nota rafmagn sem fer um þennan streng og ég á von á að frystihúsin hætti að nota rafmagn frá þessari línu,“ segir Óskar Pétur Friðriksson, ljósmyndari Eyjafrétta með meiru á Fésbókarsíðu í […]