Tók vinnuna með sér til Eyja

Alexandra Og Sonur C

„Ég er starfsmaður Marels, bý í Vestmannaeyjum og er í fjarvinnu heima hjá mér,“ segir Alexandra Evudóttir, söluhönnuður hjá Marel. „Einu sinni í mánuði mæti ég í Garðabæinn á skrifstofuna og hitti fólkið. Tek eina viku og stundum fleiri á sumrin því á veturna er ekki alltaf hægt að treysta á samgöngur milli lands og […]

Gamla slökkvistöðin byggist upp

Gamla Slokkvist 200924 HBH

Eins og kunnugt er verður gamla slökkvistöðin í Eyjum að fjölbýlishúsi. Húsið er óðum að taka á sig mynd. Halldór B. Halldórsson skoðaði uppbygginguna í gegnum linsuna. Myndband hans má sjá hér að neðan. (meira…)

Afmælishóf til heiðurs Sigurgeiri í Skuld

Í afmælisdálki Morgunblaðsins í dag er sagt frá Sigurgeiri Jónassyni frá Skuld, ljósmyndara með meiru sem er níræður í dag. Þar segir m.a.:  „Í dag er ég í hinum ýmsu spjallklúbbum eða kallaklúbbum víðs vegar um bæinn. Þar hitti ég reglulega marga góða og trausta vini sem hafa reynst mér afskaplega vel í gegnum tíðina.“ […]

Sigurgeir frá Skuld fagnar 90 ára afmæli

Sigurgeir Jónasson fagnar 90 ára afmæli í dag, fimmtudaginn 19. september. Hann byrjaði ungur að taka myndir en sína fyrstu mynd tók hann í Álsey aðeins 12 ára gamall. Fyrsta fréttamyndin birtist í Tímanum 6. ágúst 1958 af grindhvalavöðu í Vestmannaeyjahöfn. Í framhaldi af því varð hann ljósmyndari Morgunblaðsins og er ekki alveg hættur því […]

Herjólfur III aftur á sölu

Hebbi Lan

Herjólfur III er aftur kominn á sölu á erlendri sölusíðu, hjá J. Gran & Co. G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar segir í samtali við Eyjafréttir aðspurður um hvort búið sé að samþykkja af yfirvöldum að selja skipið að svo sé. „Alþingi hefur samþykkt það með heimild í fjárlögum.” Í einkasölu í þrjá mánuði G. Pétur […]

Gert ráð fyrir 110 íbúðum á malarvelli og Löngulág

Gert er ráð fyrir sex til tíu deilda leikskóla á svæðinu – Ekki fyrstu tillögurnar  Á fundi bæjarstjórnar í síðustu viku var lagt fram til auglýsingar tillaga að breyttu aðalskipulagi Vestmannaeyja 2015 til 2035. Er það vegna breyttra marka landnotkunarreita og skilmála við Malarvöll og Löngulág. Málið var kynnt á vinnslustigi og bárust engar efnislegar […]

Blása enn meira lífi í starfið og umgjörðina

Síðastliðinn föstudag voru fyrstu heimaleikirnir hjá ÍBV í handboltanum. Kvöldið áður bauð handknattleiksdeild ÍBV handboltaáhugamönnum á leikmannakynningu í Akóges. Magnús Stefánsson, þjálfari karlaliðsins segir í samtali við Eyjafréttir að tímabilið leggist mjög vel í þá. „Strákarnir hafa verið mjög duglegir að æfa og mæta til leiks í flottu standi. Deildin í ár gæti orðið jafnari […]

Þyrlan sótti sjúkling til Eyja

sjukrabill_thyrla_2024

Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út síðdegis í dag til að sinna sjúkraflugi frá Vestmannaeyjum. Að sögn Ásgeirs Erlendssonar, upplýsingafulltrúa Landhelgisgæslunnar var þyrlan kölluð til vegna bráðra veikinda. Hann segir ennfremur í samtali við Eyjafréttir að vegna veðurs hafi ekki verið fært fyrir sjúkraflugvél, en stormur hefur verið í Eyjum síðustu klukkustundirnar. Ásgeir segir að sjúklingurinn […]

Lögmaðurinn fór holu í höggi

Golf Felagar Ads IMG 5226

Þó farið sé að hausta sitja golfarar bæjarins ekki auðum höndum. Nýverið fóru þrír félagar níu holu hring á golfvellinum í Eyjum. Einn af þeim fór holu í höggi. Eyjafréttir fengu lýsingu Jóhanns Péturssonar, lögmanns og golfara frá hringnum góða. Líklega illsláanlegur ,,Hringurinn byrjaði svosem  ekki með neinum sérstökum látum hjá mér en samt par […]

Ungu stelpurnar fá stórt hlutverk

Ibv Kv Hopurinn 24 25 Opf DSC 1408

Síðastliðinn föstudag voru fyrstu heimaleikirnir hjá ÍBV í handboltanum. Kvöldið áður bauð handknattleiksdeild ÍBV handboltaáhugamönnum á leikmannakynningu í Akóges. Eyjafréttir ræddu við þjálfara beggja liða um tímabilið. Sigurður Bragason, þjálfari kvennaliðsins segir aðspurður um hvernig tímabilið leggist í hann að það leggist bara mjög vel í hann. „Það er alltaf spenna að byrja nýtt tímabil.” […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.