Sakfelldur fyrir kyn­ferðis­lega áreitni

heradsdomur_sudurlands-2.jpg

Héraðsdóm­ur Suður­lands hef­ur sak­fellt Berg­vin Odds­son, fyrr­ver­andi formann Blindra­fé­lags Íslands, fyr­ir kyn­ferðis­lega áreitni gegn þrem­ur kon­um. Brot­in áttu sér stað 7. júlí 2020, 1. júní 2021 og 20. júní 2022. Þau voru öll fram­in í Vest­manna­eyj­um. Berg­vin var dæmd­ur í sjö mánaða skil­orðsbundið fang­elsi. Í fyrsta brotinu var Bergvini gefið að sök að strjúka konu utanklæða […]

Funda loks með Eyjamönnum

HS_veit_bill_logo_24_IMG_4443_min

HS Veitur hafa nú auglýst opinn íbúafund í Vestmannaeyjum. Fram kemur í auglýsingunni að á fundinum ætli forsvarsmenn fyrirtækisins að fjalla um veiturnar í Eyjum sem sjá íbúum og atvinnulífi fyrir rafmagni, hita og vatni. Hver staðan sé og hver framtíðin sé í rekstri þessa mikilvægu innviða. Fyrirtækið hefur verið mikið í umræðunni í Eyjum […]

„Listi af tækifærum til nýsköpunar“

_DSC0260 l

Nú er opið fyrir umsóknir um nýtt starf. Starf nýsköpunarstjóra Uppsjávariðnaðarins. Að sögn Tryggva Hjaltasonar, sem hefur umsjón með ráðningu er starfið unnið á vegum Þekkingarseturs Vestmannaeyja og verður staðsett í Vestmannaeyjum, en í nánu samstarfi við Félag Uppsjávariðnaðarins. Þetta stór minnkar stærsta óvissulið frumkvöðulsins „Í félagi Uppsjávariðnarins eru mörg af stærstu og öflugustu fyrirtækjum […]

Eyjafréttir og Eyjar.net sameinast

DSC_0840

Tímamót urðu í sögu fjölmiðlunar í Vestmannaeyjum í dag þegar tveir rótgrónustu miðlar bæjarins, Eyjar.net og Eyjafréttir sameinuðust. Með því gengur félagið ET miðlar inn í Eyjasýn og var samruninn samþykktur á aðalfundi Eyjasýnar í dag. Ritstjórn verður sameiginleg, sem Ómar Garðarsson og Tryggvi Már Sæmundsson stýra. Blaðið Eyjafréttir verður gefið út með sama fyrirkomulagi […]

Rausnarleg gjöf Líknar til HSU

DSC_0798

Kvenfélagið LÍKN afhenti í dag ný sjónvörp við hvert rúmstæði og á seturstofur á sjúkradeild HSU í Vestmannaeyjum. Sjónvörpin eru með nýju hótelkerfi sem auðveldar afþreyingar möguleika þeirra sem þar liggja inni. Í tilkynningu frá Kvenfélaginu segir að Gyða Arnórsdóttir hjúkrunarfræðingur og deildarstjóri hafi veitti tækjunum viðtöku fyrir hönd sjúkradeildarinnar. Sjónvörpin eru 20 talsins og […]

Fært niður á óvissustig

Vatnsleidsla_Bakka.jpg

Ríkislögreglustjóri, í samráði við Lögreglustjórann í Vestmannaeyjum, hefur ákveðið að færa almannavarnastig niður á óvissustig vegna skemmda á þeirri lögn sem flytur vatn til neyslu og húshitunar í Vestmannaeyjum. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Almannavarna. Þegar hættustigi var lýst yfir 29. nóvember 2023 lá umfang tjóns ekki fyrir en við skoðun komu í […]

Fetaði í fótspor föður síns

Danni_ellert_IMG_5049

Við sögðum frá því í byrjun vikunnar að 6. flokkur ÍBV hafi tryggt sér Íslandsmeistartitilinn í handbolta um helgina. Ellert Scheving Pálsson, framkvæmdastjóri ÍBV á son í liðinu, Daníel Gauta. „Það hefur verið einstaklega gaman að fylgjast með þessum strákum í vetur. Ekki nóg með það að þeir séu efnilegir handboltamenn þá er framkoma þeirra […]

Stefni flutningaskipsins laskað

DSC_0757

Um hádegi í dag kom til hafnar í Eyjum flutningaskipið Longdawn. Grunur er um að skipið hafi siglt á strandveiðibát sem sökk norðvestur af Garðskaga í nótt. Í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni segir að mannbjörg hafi orðið þegar strandveiðibátur sökk norðvestur af Garðskaga á þriðja tímanum í nótt. Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst neyðarkall frá skipstjóra annars strandveiðibáts klukkan […]

Í starfsnám hjá Laxey

laxey_nemar_cr

Fyrstu nemarnir eru komnir til Laxeyjar í starfsnám. Róbert Aron og Helga Stella eru í fiskeldisfræði við Háskólann á Hólum og eru núna komin í Laxey þar  sem þau verða í starfsnámi í sumar. Þau eru bæði Vestmannaeyingar. Í frétt á facebook-síðu Laxeyjar segir að það sé ánægjulegt að ungt fólk sjái fiskeldisfræði sem mögulegt […]

Vöruhúsið opnar – myndir

DSC_0565

Vöruhúsið opnaði dyr sínar í dag, laugardaginn 11.maí. Vöruhúsið er fjölskyldurekinn veitingastaður í Vestmannaeyjum, nánar tiltekið á Skólavegi 1. Eyjar.net ræddi við Anton Örn Eggertsson, einn af eigendum staðarins, en auk hans eiga þau Róbert Agnarsson, Hildur Rún Róbertsdóttir og Sigrún Ósk Ómarsdóttir staðinn. „Matseðillinn er fjölbreyttur og ættu flestir að geta fundið sér rétt […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.