Skemmd lögn ástæðan fyrir lituðum sjó

höfn_bla_24_IMG_4551

Það ráku margir upp stór augu í sunnudagsbíltúrnum í gær, þegar komið var niður á höfn. Ástæðan var skrýtin litur á sjónum í smábátahöfninni. Að sögn Dóru Bjarkar Gunnarsdóttur, hafnarstjóra kom gat á gömlu lögnina sem liggur frá Brattagarði að Kleifum. „Það liggja þrjár lagnir þarna og fór ein í sundur í gærmorgun.“ Dóra Björk segir […]

Laxey: 6 milljarðar í nýtt hlutafé

laxey_vidlagafjara_0424_ads_DJI_0131

Laxey hefur lokið við 6 milljarða hlutafjárútboð með innkomu öflugra innlendra og erlendra fjárfesta með mikla reynslu af fiskeldi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. LAXEY, félag sem byggir upp landeldi á laxi í Vestmannaeyjum, lauk í síðustu viku sex milljarða hlutafjáraukningu og lauk þar með fjármögnun á 4.500 tonna framleiðslu á laxi á […]

Fyrsta hátíð sumarsins framundan

Hljomey_ads_IMG_4539

Nú er sumarið að ganga í garð og þá hefjast hátíðarhöld í Eyjum. Fyrsta hátíð sumarsins hefst einmitt í annan dag sumars, þegar tónlistahátíðin Hljómey verður sett. Að sögn Guðmundar Jóhanns Árnasonar, forsprakka hátíðarinnar hefur undirbúningur gengið mjög vel. „Lokadrög að dagskránni verða vonandi birt á morgun, sunnudag. Það seldist upp á 6 tímum á […]

Fjárfesting í fiskeldi aldrei meiri

seidastod_laxey_apr_24_IMG_4538

Fáar atvinnugreinar hér á landi hafa verið í jafn mikilli sókn á undanförnum árum og fiskeldi. Sú mikla uppbygging sem hefur átt sér stað kemur eðlilega ekki til af sjálfu sér enda liggur gríðarleg vinna og fjármagn að baki við skipulag og framkvæmdir af hálfu fyrirtækjanna. Þetta kemur fram kemur í Radarnum – fréttabréfi SFS. […]

Addi í London kveður VSV

Addi_i_london_vsv_is

Addi í London (Ísleifur Arnar Vignisson) á að baki langan og farsælan starfsferil í sjávarútvegnum. Fyrst hjá Fiskiðjunni og síðan hjá Vinnslustöðinni. Hann hefur nú unnið sinn síðasta vinnudag hjá VSV og af því tilefni er litið yfir feril hans í viðtali á Vinnslustöðvarvefnum. Viðtalið má einnig lesa hér að neðan. „Ég varð sjötugur 21. […]

Lagnir teknar á land

IMG_4519

Nú standa yfir framkvæmdir við smábátabryggjurnar í Vestmannaeyjahöfn. Búið er að flytja til stórgrýti og nú er verið að moka upp efni. Að sögn Dóru Bjarkar Gunnarsdóttur, hafnarstjóra er verið að moka til að taka í land frárennslislagnirnar sem búið er að moka fyrir þvert yfir höfnina. Ljósmyndari Eyjar.net smellti meðfylgjandi myndum í gær. (meira…)

Einar nýr formaður Ísfélagsins

DSC_6431

Aðalfundur Ísfélags hf. var haldinn í Vestmannaeyjum sem og rafrænt í dag. Fram kemur í tilkynningu frá félaginu að mætt hafi verið fyrir 82,7 % atkvæða á fundinn. Á fundinum var samþykkt að arðgreiðsla á árinu 2024 vegna rekstrarársins 2023 verði 2,57 kr. á hlut eða 2.100.000 milljónir kr. Í stjórn félagsins voru kjörin: Guðbjörg […]

ÍBV með dagskrá í miðbænum á Þjóðhátíð

tjold_midstr

Umsóknir frá ÍBV íþróttafélagi um afnot af Herjólfsdal vegna hátíðarhalda á Þjóðhátíð voru teknar fyrir á fundi umhverfis- og skipulagsráðs í byrjun vikunnar. Einnig óskaði ÍBV-íþróttafélag eftir afnotum af portinu við Hvítahúsið fyrir Húkkaraball sem mun standa frá 23:00-4:00. Að lokum var sótt um leyfi til skemmtanahalds á bílastæði í eigu Ísfélags við Miðstræti fyrir […]

660 milljónir áætlaðar í viðbyggingu

ithrottam

Breytt deiliskipulag íþróttasvæðis við Hástein er nú í kynningarferli. Í fjárhagsáætlun Vestmannaeyjabæjar er gert ráð fyrir 180 milljónum til verksins í ár. Þá er gert ráð fyrir í þriggja ára áætlun að árið 2025 fari 240 milljónir í framkvæmdina og aðrar 240 milljónir árið 2026. Um er að ræða viðbyggingu við Íþróttamiðstöðina upp á 1800 […]

Áforma miðsvæði undir hrauni

Uppgröfur

Á bæjarstjórnarfundi á fimmtudaginn sl. var framtíðaruppbygging og lóðaframboð til umfjöllunar. Um er að ræða 3,4 hektara svæði sem ætlað er til miðbæjarstarfsemi.  Kanna hug íbúa með íbúakosningu Stefnt verður að íbúakosningu samhliða næstu alþingiskosningum þar sem kannaður verður hugur íbúa hvort hefja skuli vinnu við að byggja upp þróunarsvæðið.  Í gildandi aðalskipulagi er svæði […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.