Öryggismál áhafna hjá VSV nútímavædd
27. júní, 2024

Undanfarna mánuði hefur verið unnið að innleiðingu á öryggisstjórnunarkerfinu Öldunni hjá áhöfnum á skipum Vinnslustöðvarinnar.

Lilja B. Arngrímsdóttir, mannauðsstjóri VSV segir í samtali við VSV-vefinn að í fyrrasumar hafi Gísli Níls Einarsson, sérfræðingur í öryggismálum, haft samband við hana og spurt hvort Vinnslustöðin vildi fá kynningu á nýrri stafrænni lausn í öryggismálum sjómanna sem hann var að þróa.

Vinnslustöðin fjárfesti í kerfinu

„Við vorum strax mjög jákvæð fyrir þessu verkefni sem Gísli var þarna að hefja spennandi vegferð á og í dag er orðið að öryggisstjórnunarkerfinu Öldunni. Við hjá Vinnslustöðinni þekkjum Gísla vel þar sem hann starfaði áður hjá VÍS, tryggingafélagi fyrirtækisins, í forvörnum og ráðgjöf við viðskiptavini VÍS. Gísli er drífandi og hvetjandi og hefur mjög víðtæka þekkingu þegar kemur að öryggismálum á sjó.”

Forritið sem um ræðir er smáforrit sem skipverjar hafa hlaðið upp í símana sína og eru allir skipverjar virkjaðir í að nota kerfið. Með notkun á kerfinu verða öryggismál ekki á ábyrgð eins skipverja heldur allra. Með Öldunni öryggisstjórnunarkerfinu er verið að nútímavæða skipulag og framkvæmd öryggismála um borð í fiskiskipum og efla öryggisvitund sjómanna enn frekar. Kerfið setur öryggismál á dagskrá með reglubundnum björgunaræfingum, eigin skoðunum á öryggis- og björgunarbúnaði ásamt því að halda utan um nýliðafræðslu um borð. Útgerðin getur fylgst með virkni á kerfinu og framgangi mála auk þess sem til verða verkefni í kjölfar æfinga og úttekta sem kallar á eftirfylgni útgerðar.

Lilja segir að til að hefja vegferð þeirra á innleiðingu kerfisins þá hafi hún fengið Sigurjón Viðarsson, skipstjóra á Þórunni Sveinsdóttur VE, til að vera henni innan handar og hófst innleiðingin í Þórunni Sveinsdóttir haustið 2023.

„Skipverjarnir á Þórunni voru þá í raun orðnir hluti af notendaprófunum og þróun öryggisstjórnunar-kerfisins en þróun á svona kerfi gerist að miklu leyti með aðstoð þeirra sem nota kerfið í þágu eigins öryggis. Vinnslustöðin hefur nú fjárfest í kerfinu og eru allir skipverjar útgerðarinnar orðnir notendur að Öldunni. Gísli Níls og Gunnar, sérfræðingar í öryggismálum, funduðu með áhöfnum skipanna um kerfið og notkun þess þegar skipin komu í land fyrir sjómannadag og er kerfið þegar komið í góða notkun um borð í skipunum.” segir Lilja Arngrímsdóttir.

Alltaf gott að eiga Vestmannaeyinga að

Að sögn Gísla Níls Einarssonar, framkvæmdastjóra Öldu er þróunin á Öldunni enn í fullum gangi og munu ýmsar nýjungar líta dagsins ljós núna í haust.

„Til dæmis sjálfvirk rafræn þjálfunaráætlun sem minnir áhafnir á að gera reglubundnar lögbundnar björgunaræfingar og öryggisúttektir, rafræn öryggishandbók skipa og stafrænt áhættumat í Öldu-appinu. Þessar nýjungar munu umbylta allri öryggisstjórnun til sjós enn frekar. Síðan eru fleiri nýjungar í farvatninu sem snúa að notkun á nýjustu tækni svo sem gervigreind og vélnámi sem gengur út á að kerfið sé að læra af þeim hættum sem sjómenn skrá í kerfið og komi sjálfkrafa með tillögur til sjómanna um mótvægisaðgerðir til að efla öryggi um borð í skipum þeirra.

Þetta eru allt mjög spennandi nýjungar sem við erum að þróa í samvinnu við sjómenn, öryggis-/útgerðastjóra útgerða, slysavarnaskóla sjómanna og Samgöngustofu. Það er alveg ótrúlegt hvað við höfum komist langt í þróun á Öldunni á svona skömmum tíma en það er sjómönnum og útgerðum að þakka ásamt tryggum styrktaraðilum Siglingaráð, Félag skipstjórnarmanna, Sjómannasamband Íslands, TM og Sjómennt.

Í lok síðasta árs fjárfesti svo Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins, 10 útgerðir og Ábyrgar fiskveiðar í Öldunni sem lögðu svo grunninn að rekstri fyrirtækisins í dag. Að lokum vil ég koma sérstökum þökkum á framfæri til stjórnenda Vinnslustöðvarinnar sem ákváðu síðasta sumar að borga innleiðingu á Öldunni fyrirfram, áður en að kerfið var klárt, sem gerði það að verkum að við höfum nægt fjármagn til að halda áfram með þróunina á Öldunni síðasta sumar. Eins og maðurinn sagði, það er alltaf gott að eiga Vestmannaeyinga að.” segir Gísli Níls framkvæmdastjóri Öldunnar að lokum í samtali við vefsíðu Vinnslustöðvarinnar.

Facebook
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
14. tbl. 2024
14. tbl. 2024

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson

Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.

NÝBURAR

IMG 2234 800x800
28. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Helen Dögg Karlsdóttir og Gísli Ingi Gunnarsson

Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.

Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst