Þurfum að hugsa út fyrir boxið

Stórskipahöfn-í-Klettsvík (1)

Áform bæjaryfirvalda um breytt skipulag á hraunsvæðinu fyrir framan Ystaklett hefur vakið mikil og hörð viðbrögð meðal bæjarbúa. Innsiglingin, sem hingað til hefur vakið hrifningu gesta fyrir náttúrufegurð, mun fá nýja ásýnd. Þungaumferð mun aukast um bæinn, en allar afurðir Vinnslustöðvarinnar og Ísfélagsins færu þá um bæinn ásamt gámum til og frá Samskip og Eimskip. […]

Takk fyrir mig

Leikfelag_spamalot_20240328_223036

Í gær frumsýndi Leikfélag Vestmannaeyja söngleikinn Spamalot fyrir fullum sal af fólki. Eftirvæntingin skein úr augum fólks fyrir sýningu og þegar tjöldin voru dregin frá hófst þessi líka sýningin. Greinilegt var að leiklistarmennirnir hafi lagt mikla vinnu í verkið, sem hélt áhorfendum við efnið frá fyrstu mínútu. Verkið fjallar um leit Arthúrs konungs og riddara […]

Níu lundar til Englands

Líkt og kom fram hér á Eyjar.net í gær stendur til að flytja nokkra sjúka lunda frá sædýrasafni Sea Life Trust í Eyjum til Bretlands. Að sögn Þóru Gísladóttur, rekstrarstjóra Sea Life Trust í Vestmannaeyjum er verið að fara að flytja nokkra lunda til Cornwall í Englandi. Höfum bara leyfi til að vera með ákveðin […]

5,3 milljarða hagnaður Ísfélagsins

DSC_6586_gudbj_matt_gunnl_saevar_l

Ársreikningur Ísfélagsins var kynntur í dag, en óhætt er að segja að árið í fyrra hafi verið viðburðarríkt hjá félaginu. Hæst ber að nefna sameiningu Ísfélags Vestmannaeyja hf. og Ramma hf. en sameinað félag var í kjölfarið skráð á markað. Heildarafli skipanna var rúmlega 151 þúsund tonn og var bolfiskafli skipa félagsins  tæp 24 þúsund […]

Loðin svör Orkustofnunar til Eyjamanna

veitur_hs

Orkustofnun leggur áherslu á að byggja upp og miðla þekkingu á fagsviðum stofnunarinnar svo sem á sviðum orku-, auðlinda-, og loftslagsmála. Þannig getur stofnunin stuðlað að upplýstri umræðu og verið leiðandi í opinberri umræðu um þessi málefni. Markmiðið er að auka skilning á orkumálum og skapa traust milli almennings, sérfræðinga, fjölmiðla og stjórnvalda.  Ofangreindan texta […]

Sótt um leyfi fyrir kerjahúsi, steypustöð, fjarskipta-mastri og einbýlishúsi

smidir_idnadarmenn_bygging

Fjögur mál voru á dagskrá afgreiðslufundar byggingarfulltrúa Vestmannaeyjabæjar í liðinni viku. Tekið var fyrir erindi lóðarhafa Viðlagafjöru 1. Samúel Smári Hreggviðsson f.h. Laxey ehf. sótti um byggingarleyfi fyrir sveltikerjahúsi, 2169,1m² að stærð. Byggingarfulltrúi samþykkti erindið. Þá sótti Bragi Magnússon fyrir hönd lóðarhafa Viðlagafjöru 1, um stöðuleyfi fyrir steypustöð innan framkvæmdasvæðis í Viðlagafjöru, og var það […]

Treysta þingmönnum til að fylgja kröfunum eftir

DSC_4961

Haldinn var íbúafundur um samgöngumál þann 13. mars síðastliðinn. Innviðaráðherra og vegamálastjóri fluttu erindi um stöðu samgangna við Vestmannaeyjar. Fram kom á fundinum að ríkisstyrkt flug er komið í útboðsferli og hefst það næsta vetur en það er til þriggja ára. Farið var yfir samgöngumálin á fundi bæjarstjórnar í liðinni viku. Hugmynd að færa ós […]

212 milljónir í búningsklefa – leiðrétt

20220408_151134

Eyjar.net halda áfram að rýna nýjan ársreikning Vestmannaeyjabæjar fyrir árið 2023, til upplýsinga fyrir skattgreiðendur í Eyjum. Eignfærður kostnaður vegna búningsklefa við Hásteinsvöll á tímabilinu 2020-2023 nam 212 milljónum. Þar af var eignfært fyrir 30 milljónir á síðasta ári.** 170 þúsund á hverja fjölskyldu Í Vestmannaeyjum eru ríflega 3.000 einstaklingar á vinnualdri, þ.e. 18-70 ára. […]

Biðja um betri vinnubrögð

hugmynd_a_storskipakantur_brimneskant_250m_min

Á fundi bæjarstjórnar á fimmtudaginn sl. óskaði minnihlutinn eftir umræðu um aðalskipulag Vestmannaeyja, og nýja reiti fyrir hafnarsvæði. Í bókun bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um málið segir að mikilvægt sé að ákvarðanir séu teknar af yfirvegun og í sátt við bæði atvinnulífið og náttúruna. Kynna þarf breytingar á aðalskipulagi af þessu tagi betur þannig að íbúar fái […]

533 milljónir í slökkvistöðina

slokkvistod_2023_tms_c_min

Eyjar.net halda áfram að rýna nýjan ársreikning Vestmannaeyjabæjar fyrir árið 2023. Og munu halda því verkefni til streitu næstu daga.  Eignfærður kostnaður vegna nýju slökkvistöðvarinnar á tímabilinu 2019-2022 nam 533 milljónum. Verkefninu lauk árið 2022 og ekkert var eignfært á síðasta ári.  400 þúsund á hverja fjölskyldu Í Vestmannaeyjum eru ríflega 3.000 einstaklingar á vinnualdri, […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.