Hamingja íbúa könnuð
13. júní, 2024
mannlif_opf_2023
Eyjamenn eru ánægðastir með þjónustu sveitarfélagsins. Eyjafréttir/Eyjar.net: Óskar Pétur Friðriksson

Hamingja íbúa í Skagafirði, á Snæfellsnesi og á Héraði mælist mest á landinu í nýrri íbúakönnun landshlutanna. Íbúar Stranda og Reykhóla ásamt Vestur-Húnavatnssýslu voru óhamingjusamastir í könnuninni. Í könnuninni er afstaða þátttakenda til eigin hamingju og almennrar ánægju með þjónustu sveitarfélagsins þar sem þeir búa dregin saman. Þá mælir könnunin alls 40 búsetuskilyrði eftir 24 landshlutum.

Eyjamenn ánægðastir með þjónustu sveitarfélagsins

Eyjamenn eru ánægðastir með þjónustu sveitarfélagsins, eða rúmlega 80%, en fast á hæla þeirra fylgdu Akureyringar og íbúar Rangárvallasýslu. Lægst var hlutfall ánægðra íbúa í Vogum, rúmlega 50%, á Ströndum og Reykhólum auk Fjarðabyggðar. Höfuðborgarsvæðið lenti í sjötta sæti af 24 svæðum þegar íbúar voru spurðir almennt um ánægju þeirra með þjónustu sveitarfélaga, og kom Reykjavík verst út af sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu.

Eyfirðingar ánægðir með búsetuskilyrðin

Eyfirðingar, Skagfirðingar og Akureyringar voru ánægðastir með búsetuskilyrði í sínum sveitarfélögum, en íbúar á Ströndum og Reykhólahreppi, Skaftafellssýslum og Austur-Húnavatnssýslu óánægðastir. Ánægja í Dölum hækkaði hins vegar mest á milli kannana þegar spurt var um búsetuskilyrði en Þingeyjarsýsla, Eyjafjörður, Hérað og Norður-Múlasýsla hækkuðu líka mikið á milli kannana. Mest lækkuðu hins vegar Vestmannaeyjar, Skaftafellssýslur og Austur-Húnavatnssýsla.

Þingeyingar, Akureyringar og Skagamenn ólíklegastir til að flytja þaðan sem þeir búa

Samkvæmt niðurstöðunum eru Þingeyingar, Akureyringar og Skagamenn ólíklegastir til að flytja, en þaðan töldu 9% frekar eða mjög líklegt að þeir myndu flytja á næstu tveimur árum. Líklegastir til að flytja voru íbúar Grindavíkur, Stranda og Reykhóla og S-Vestfjarða en ekki bárust mörg svör frá Grindavík og meirihluti þeirra barst fyrir örlagadaginn 10. nóvember.

Höfuðborgarbúar hafa mest svigrúm til að vinna starf sitt óháð staðsetningu

Samkvæmt könnuninni eru það íbúar höfuðborgarsvæðisins sem hlutfallslega flestir eru í óstaðbundnu starfi eða um helmingur. Akureyringar koma næst á eftir þeim þar sem um 40% er í starfi án staðsetningar. Hlutfallslega fæstir slíkir voru í Vestmannaeyjum eða 20%.

Hér má sjá könnunina í heild sinni.

Um íbúakönnun landshlutanna:
Íbúakönnun landshlutanna er samstarfsverkefni allra landshlutasamtaka utan höfuðborgarsvæðisins, ásamt Byggðastofnun. Könnunin hófst haustið 2023 en dróst fram á veturinn 2024. Þátttakendur voru um 11.500.Könnunin byggir á tilviljunarkenndu úrtaki. Könnunin var lögð fyrir á íslensku, pólsku og ensku. Íbúakönnunin var fyrst framkvæmd á Vesturlandi árið 2004 en síðan á þriggja ára fresti. Könnunin var nú framkvæmd í annað sinn á öllu landinu.
Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
Forsida 2tbl 2025
2. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst