Hengill Ultra fór fram um helgina í Hveragerði. Eyjamaðurinn Friðrik Benediktsson sigraði þar 106 km hlaupið. Friðrik kom í mark á tímanum 14 klukkustundum og 36 mínútum. Sannarlega glæsilegur árangur hjá Friðrik.
Ester María Ólafs vann kvennaflokkinn. Í öðru sæti karla var Senan Oesch frá Swiss en svo komu þeir Hrólfur Vilhjálmsson og Egill Trausti Ómarsson saman í mark og deila með sér 3. og 4. sætinu. Hlaupið hófst klukkan 18:00 á föstudagskvöld þegar 21 hlaupari hóf keppni en af þeim kláruðu 14 þátttakendur.
Friðrik fer yfir hlaupið í facebook-færslu. Þar segir hann að Hengilinn hafi ekki verið á planinu fyrir sumarið.
„En eftir klúðrið og vonbrigðinn úr Bakgarðinum í maí þá vantaði mér eitthvað til að nota formið í og finna gleðina á ný. Það má segja að ég hafi fundið gleðina með að fara aftur í fjöllinn og gera það sem mér finnst skemmtilegast að geta.
Hengill ultra gekk nánast alveg eftir plani hjá mér leið vel allann tímann(fyrir utan smá magavesen um mitt hlaup) og átti en helling inni eftir 106 km.
Ég ætlaði að hlaupa mitt hlaup eftir mínu plani og gerði það sem var til þess að ég var einn allt hlaupið og með bullandi sjálfstraust yfir því að ég gæti látið hlaup ganga upp og sýnt loksins hvað ég get gert.
Þannig niðurstaðan var 1 sæti á 14:36 klst og 77 mín á undan öðru sætinu og 100 mín undan 3 sæti. Held bara að þetta sé ásættanlegur tími miðað við veðrið sem við fengum í brautini og það var ekkert grín á köflum að halda sér inni á brautini í öflugustu hviðunum.
Þannig ég held að ég geti verið stoltur af mér frá þessu verkefni og mun klárlega mæta aftur til að bæta tímann minn En aðal hetjunar fyrir mér var fólkið í kringum Hengill ultra sem voru með allt upp á 10 í framkvæmd í hlaupinu og hetjurnar í Ölkelduhàls og Sleggjubeinsskarði eru stjörnur í mínum augum.
Eins eiga @kolbrunjonsdottir og @kristinngunnar risa þátt í því að ég hafi ekki hætt þegar maginn byrjaði takk @sportvorur fyrir að standa við bakið á mér og nokkur æðisleg fyrirtæki í eyjum fyrir að aðstoða mig alltaf þegar ég leita til þeirra því án þeirra gæti ég ekki látið allt ganga upp. Takk @samharvey_cloudlander þú ert galdramaður.“
segir Friðrik. Úrslitin í hlaupinu má sjá hér.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst