Undanfarna daga hefur verið unnið að jarðvegsframkvæmdum í Herjólfsdal. Nánar tiltekið á milli veitingatjalds-undirstöðunnar og setningarsteinsins.
Brynjar Ólafsson, framkvæmdastjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs Vestmannaeyjabæjar segir í samtali við Eyjafréttir/Eyjar.net að þetta sé á vegum ÍBV. „Það er verið að slétta flötina sem er undir Tuborg tjaldinu og verður sett torf aftur á að því loknu.“
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst