Skemmtilegur vorboði í Dallas

Í fyrrinótt fæddust tveir lambhrútar í Dallas. Þeir hafa fengið nöfnin Þór og Týr. Óskar Pétur Friðriksson, ljósmyndari gerði sér ferð í Dallas. „Í dag fóru þeir Sigurmundur Gísli Einarsson, fjárbóndi og Óskar Magnús Gíslason upp í Dallas að gefa rollunum og skoða Dimmu, mömmu Þórs og Týs. Unnur eiginkona Simma var með í för […]
670 milljónir í Ráðhúsið

Á fimmtudaginn var birtur ársreikningur Vestmannaeyjabæjar. Eyjar.net hefur rýnt í tölurnar í reikningnum og mun fylgja því eftir næstu daga. Í dag skoðum við kostnaðinn við endurbætur á Ráðhúsi Vestmannaeyja, sem vígt var í fyrra. Eignfærður kostnaður vegna Ráðhússins nemur á tímabilinu 2020-2023, 673 milljónum króna, þar af 47 milljónir í innanstokksmuni. Á síðasta ári […]
Vonbrigði hvernig íbúum þessa lands er mismunað

Mikið hefur verið fjallað um hækkun á húshitunarkostnaði í Vestmannaeyjum undanfarna mánuði enda hækkuðu HS Veitur hann um 33% á fjórum mánuðum. Fyrst var hækkun á gjaldskrá og lækkun á hitastigi vatns í september sl. sem samsvaraði 15% hækkun á húshitunarkostnaði og svo í annað sinn um áramótin þar sem 18% gjaldskrárhækkun kom til. Orkustofnun […]
Tjónið umfram tryggingabætur

Í skýringum í ársreikningi Vestmannaeyjabæjar fyrir árið 2023 er komið inn á tjón sem varð á neysluvatnslögn í hafnarmynni Vestmannaeyjahafnar. Fyrri umræða reikningsins fór fram í gær. Viðurkenna bótaskyldu að tilteknu lögbundnu hámarki Fram kemur í skýringunum að ljóst þyki að það tjón sem varð á kaldavatnslögninni sem sér sveitarfélaginu fyrir köldu vatni, er akkeri […]
Skattheimta og tekjur hækkuðu um rúman milljarð

Í gær var fyrri umræða um ársreikning Vestmannaeyjabæjar fyrir árið 2023 á fundi bæjarstjórnar. Eyjar.net mun rýna í tölurnar í reikningnum í dag og næstu daga til upplýsinga fyrir skattgreiðendur í Eyjum. Töluverður viðsnúningur er á rekstri bæjarins en A og B hluti skilaði 560 milljóna afgangi borið saman við 26 milljóna afgang árið 2022. […]
Opið bréf til innviðaráðherra

Kæri Sigurður Ingi, Í framhaldi af heimsókn þinni til Eyja, vildi ég rita þér mínar hugleiðingar um hvað ég tel að sé rökrétt næsta skref í samgöngubótum milli lands og Eyja. Á fundinum hefði ég viljað koma á framfæri hugleiðingum mínum, en náði því ekki. Því geri ég það á þessum vettvangi. Tökum dæmi: Ef […]
564 milljóna hagnaður bæjarins

Ársreikningur Vestmannaeyjabæjar fyrir árið 2023 var tekinn til fyrri umræðu á fundi bæjarstjórnar Vestmannaeyja í dag. Ársreikningurinn sýnir glögglega sterka stöðu bæjarsjóðs, jákvæða rekstrarafkomu, góða eignastöðu og litlar skuldir. Heildarrekstrartekjur samstæðu Vestmannaeyjabæjar voru 9.152 m.kr. og rekstrargjöld 8.168 m.kr. Þetta kemur fram í tilkynningu frá bæjaryfirvöldum. Tæpur milljarður í fjárfestingar samstæðu Rekstrarafkoma samstæðunnar (A og […]
Þarf að endurbyggja hafnarkantinn

Líkt og greint var frá fyrr í þessum mánuði hér á Eyjar.net varð sig á jarðveginum undir Gjábakkabryggju sem liggur norðan við Ísfell og Hampiðjuna. Nú er komið í ljós að bryggjuþilin eru illa farin og því þarf að takmarka hvaða skip geta legið þar. Þetta segir í tilkynningu á facebook-síðu Vestmannaeyjahafnar. „Ekki er hægt að […]
„Mikil ánægja með breytingarnar”

Endurbætur á dagdeild lyfjagjafar á Heilbrigðisstofnun Suðurlands í Vestmannaeyjum eru nú á lokametrunum. Það er Krabbavörn Vestmannaeyja sem hefur veg og vanda af lagfæringum á stofunni, sem verður öll hin glæsilegasta. Frábært framtak hjá félaginu. Framkvæmdir hófust fyrir jól. Búið er að kaupa inn stóla, sjónvörp og dælur auk annars húsbúnaðar fyrir sjúklinga og starfsfólk. […]
„Bara eins og ef Vestmannaeyingur myndi skrópa á Þjóðhátíð“

Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata kvaddi sér hlóðs undir liðinum um fundarstjórn forseta á þingfundi í dag. Ræddi hann þar aðkomu stjórnvalda að kauptilboði Landsbankans í TM. Í ræðu Andrésar tók hann samlíkingardæmi frá Eyjum. „Hvaða þingmaður Vestmannaeyja myndi reikna með að fá endurkjör eftir slíkt fíaskó?“ „Ég vil bara taka undir þá sjálfsögðu kröfu […]