39 umsagnir bárust

vestmanaeyjahofn_24_hbh_fb

Stækkun á hafnarsvæði, Brimneskantur og viðlegukantur undir Kleifum var tekið fyrir á fundi umhverfis- og skipulagsráðs á mánudaginn sl. Þar var lagt fram að lokinni auglýsingar á skipulagslýsingu vegna breytingar á aðalskipulagi Vestmannaeyja 2015-2035 vegna nýrra landnotkunareita fyrir hafnarsvæði Vestmannaeyjahafnar. Alls bárust 39 umsagnir vegna málsins. 7 frá opinberum umsagnaraðilum, 10 frá fyrirtækjum og félögum […]

Hafró kynnir ráðgjöf fyrir komandi fiskveiðiár

svanhildur_egilsdottir-hafro-ads-sjom

Hafrannsóknastofnun kynnir úttekt á ástandi helstu nytjastofna og ráðgjöf fyrir komandi fiskveiðiár föstudaginn 7. júní 2024 kl. 9.00. Í tilkynningu frá stofnuninni segir að kynningin fari fram í höfuðstöðvum stofnunarinnar að Fornubúðum 5, Hafnarfirði en verður einnig streymt. Fundurinn er öllum opinn fyrir alla áhugasama, sjá tengil á streymi hér. Dagskrá fundarins er eftirfarandi: 08:30 […]

Þór aðstoðar skútu

IMG_6864

Björg­un­ar­skipið Þór var kallað út skömmu eft­ir miðnætti vegna er­lendr­ar skútu sem lent hafði í tölu­verðum vand­ræðum djúpt suður af land­inu. Haft er eftir Jóni Þór Víg­lunds­syni, upp­lýs­inga­full­trúa Lands­bjarg­ar á fréttavefnum mbl.is að tólf manns hafi verið um borð í skút­unni en eng­in al­var­leg meiðsl orðið á fólki. Vand­ræðin fólust í því að segl skút­unn­ar […]

Gera ráð fyrir allt að 110 íbúðum

longulag_ads_vestmannaeyjab

Vestmannaeyjabær hefur nú boðað til íbúafundar og auglýsir einnig tillögu á vinnslustigi að breytingu aðalskipulags Vestmannaeyja 2015-2035 og nýtt deiliskipulag fyrir íbúðabyggð og leikskóla við Malarvöll. Tillagan gerir ráð fyrir allt að 110 íbúðum í blandaðri byggð einbýlishúsa, raðhúsa, lítilla fjölbýla og stærri fjölbýlishúsa með lyftu. Gert er ráð fyrir bílakjallara fyrir raðhús og fjölbýli. Grænt […]

Þjóðhátíðarlagið frumflutt

DSC_6993

Það er komið að því. Þjóðhátíðarlagið 2024 verður frumflutt á FM957 kl 8:30 í fyrramálið. Lagið í ár er af dýrari gerðinni enda í flutningi Jóhönnu Guðrúnar, einni albestu söngkonu landsins fyrr eða síðar, segir í frétt á heimasíðu ÍBV nú í kvöld. Stillum inn í fyrra málið og hlýðum á þetta magnaða lag. Lagið […]

Lætur af störfum eftir 36 ára starf

Gudjon-Palsson-kvaddur-jun-2024-GA

Guðjón Þorkell Pálsson hóf störf á vélaverkstæðinu hjá Bergi – Hugin í Vestmannaeyjum þann 1. mars árið 1988. Guðjón verður sjötugur 15. júlí næstkomandi og lét af störfum vegna aldurs í byrjun apríl sl. Haft er eftir Guðjóni á fréttasíðu Síldarvinnslunnar í dag að það hafi verið erfitt að hætta og það tekið hann nokkurn […]

Frá ritstjórn

eyjafrettir_nyr.jpg

Í síðasta mánuði var tilkynnt um samruna Eyjafrétta og Eyjar.net. Liður í því er að sameina veffréttasíðurnar og gerist það í dag. Í byrjun næsta mánaðar fer svo í loftið ný endurbætt vefsíða og verða bæði lénin (eyjafrettir.is og eyjar.net) áfram virk. Á nýrri síðu munu lesendur finna fyrir ýmiskonar betrumbótum sem kynntar verða síðar. […]

Sjómannskonur hafa orðið – Allt miklu fjölskylduvænna í dag

thumbnail_Screenshot_20220309-120043_Snapchat

Eyjafréttir ræddu við nokkrar konur sjómanna í síðasta blaði og er Jónína Björk Hjörleifsdóttir (Jóný) ein þeirra. Aldur? Þarf ég að segja hann? Júbb, fædd á því herrans ári 1966 og því 58 ára gömul. Atvinna þín? Í dag vinn ég í Þekkingarsetrinu og skrifast ræstitæknir með meiru. Fjölskylda? Ég er gift Bergi Guðnasyni og eigum […]

Framkvæmdir hafnar við síðasta áfangann

linuborun_0423

Starfsmenn Línuborunar hafa nú hafið jarðframkvæmdir á þriðja og seinasta áfanga lagningu ljósleiðara. Á vef Vestmannaeyjabæjar eru íbúar á því svæði beðnir um að fara yfir áætlaða leið og hafa samband á netfangið: ljosleidari@vestmannaeyjar.is ef áætluð leið hentar illa. Umferð á meðan framkvæmdum stendur Starfsmenn Línuborunar notast við götufræsara sem fræsir 10-15cm rauf í götur […]

Karfatúr hjá Vestmannaey

DSC_7361

Nú fyrir sjómannadagshelgina landaði Vestmannaey VE fullfermi af karfa í Eyjum. Birgir Þór Sverrisson skipstjóri segir í samtali við vefsíðu Síldarvinnslunnar að það sé alllangt síðan skipið hafi farið í hreinan karfatúr. „Við stoppuðum einungis í einn sólarhring á miðunum þannig að veiðin var virkilega góð. Aflinn fékkst suðvestur af Reykjanesi nánar tiltekið í Sparisjóðnum […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.