Þór aðstoðar skútu
5. júní, 2024
IMG_6864
Björg­un­ar­skipið Þór með skútuna í togi. Ljósmynd/aðsend.

Björg­un­ar­skipið Þór var kallað út skömmu eft­ir miðnætti vegna er­lendr­ar skútu sem lent hafði í tölu­verðum vand­ræðum djúpt suður af land­inu.

Haft er eftir Jóni Þór Víg­lunds­syni, upp­lýs­inga­full­trúa Lands­bjarg­ar á fréttavefnum mbl.is að tólf manns hafi verið um borð í skút­unni en eng­in al­var­leg meiðsl orðið á fólki.

Vand­ræðin fólust í því að segl skút­unn­ar rifnaði og eldsneyt­is­magnið um borð var af svo skorn­um skammti að fólkið gerði ekki ráð fyr­ir að ná til Vest­manna­eyja með vélarafli.

Þór var því send­ur af stað með eldsneyti, en að sögn Jón Þórs fékk skút­an tóg í skrúf­una í millitíðinni og varð þar með vél­ar­vana og stjórn­laus, en hauga­sjór var á vett­vangi eða fjög­urra til fimm metra öldu­hæð og stíf­ur vind­ur.

Þór kom að skút­unni snemma í morg­un og seg­ir Jón Þór björg­un­ar­skipið nú með skút­una í togi á ró­legri sigl­ingu í átt til lands í Vest­manna­eyj­um.

Frétt mbl.is.

Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst