Sandra Dís Sigurðardóttir er ein sjómannskvenna sem Eyjafréttir ræddu við í Sjómannadagsblaðinu.
Aldur? 28 ára.
Atvinna? Er að útskrifast með Bsc í iðjuþjálfunarfræði núna í júní og fer síðan í starfsréttindanámið í haust til að geta starfað sem iðjuþjálfi. Byrjaði í febrúar 2024 að vinna aðeins með náminu á Bjarginu dagdvöl.
Fjölskylda? Halldór Friðrik Alfreðsson 27 ára og Sóldís Unnur sem verður 3 ára í ágúst.
Hversu lengi hefur þú verið sjómannsfrú? Síðan 2020.
Á hvaða skipi er maki þinn? Hann er á Gullberg VE 292.
Kynnist þið þegar maki er á sjó? Já.
Hefur maki þinn alla ykkar tíð verið á sjó? Já.
Hvernig hefur gengið að samræma sjómennsku og fjölskyldulíf? Bara vel, við erum svo ótrúlega heppin með fjölskylduna okkar sem aðstoða okkur þegar Halldór er á sjó. Svo þegar hann er heima þá nýtum við tímann í að gera eitthvað saman fjölskyldan.
Helstu kostir sjómennskunnar? Kostirnir eru að hann fær góð frí inn á milli sem við nýtum þá í að ferðast, eða gera eitthvað skemmtilegt saman.
Helstu gallar sjómennskunnar? Gallinn er sá að þetta geta verið langir túrar inn á milli og stutt stopp.
Eruð þið með hefð um sjómannahelgina? Nei ekkert sérstakt.
Eitthvað að lokum? Ég vil óska sjómönnum og fjölskyldum þeirra til hamingju með daginn.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst