12% aukning milli ára

farthega_opf

„Herjólfur flutti í maí 46.273 sem er 12% aukning miðað við maí í fyrra.“ segir Hörður Orri Grettisson, framkvæmdastjóri Herjólfs ohf. aðspurður um farþegafjöldann í nýliðnum mánuði. Að sögn Harðar hafa á fyrstu fimm mánuðum ársins verið fluttir 113.608 farþegar á móti 107.961 farþegum árið 2023. Eru bjartsýn á gott og öflugt ferðasumar Hann segir […]

Björgvin Þór, Sigurður og Guðmundur heiðraðir

Heiðraðir

Að venju voru sjómenn sem látið hafa af störfum heiðraðir á hátíð Sjómannadagsins á Stakkó sem Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambands Íslands stýrði. Þeir sem heiðraðir voru eru Björgvin Þór Björgvinsson, Sigurður Vignisson og Guðmundur Guðlaugsson. Jötunn Sjómannafélag og Sjómannadagsráð Vestmannaeyja heiðruðu Björgvin Þór, sem stundaði sjóinn í 27 ár. Hann er lögskráður 6189 daga á […]

Sjómannadagurinn í myndum

DSC_4119

Sjómannadagurinn var haldinn hátíðlegur í gær. Í Eyjum var venju samkvæmt hátíðardagskrá á Stakkagerðistúni. Áður var sjómannamessa í Landakirkju og í kjölfarið minningarathöfn við minnisvarða hrapaðra og drukknaðra. Óskar Pétur Friðriksson fylgdist með dagskránni í gegnum linsuna. (meira…)

Þjakaðir Eyjamenn

Mynd_sams_030624

Eyjamenn þjást þessi misserin af illvígri og tiltölulega skæðri upplýsingaþurrð. Þannig er hvíslað á milli manna að vísvitandi sé haldið frá Eyjamanninum ýmsum upplýsingum sem nauðsynlegar eru fyrir Eyjamanninn til að ganga beinn í baki um bæinn vitandi það sem hann ætti að vita.  Minnisvarði um Ólaf og Pál Vandræðagangur bæjarfulltrúa í minnisvarðamálinu stóra hefur […]

Gerði réttindabaráttu sjómanna að umtalsefni

Bjarkey-Olsen-Gunnarsdottir_matvaelaradherra

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra gerði réttindabaráttu sjómanna að umtalsefni sínu á sjómannadaginn. „Frá því sjómannadagurinn var fyrst haldinn hátíðlegur hafa lög verið sett á kjaradeilur sjómanna og útvegsmanna í fjórtán skipti, oftar en á nokkra aðra stétt. Sem segir sína sögu um samstöðu sjómanna og seiglu, en jafnframt um mikilvægi þeirra í virðiskeðju sjávarútvegsins og […]

Leitar leiða til að halda uppi þjónustu án skerðingar

trillur_skutur_23

Framkvæmda- og hafnarráð tók fyrir þjónustu við höfnina á fundi sínum nýverið. Fram kemur í fundargerð að vegna mikils álags og óviðráðanlegra aðstæðna varðandi starfsmannamál óskar Dóra Björk Gunnarsdóttir, hafnarstjóri eftir því að fá leyfi til að leita leiða til að halda uppi allri þjónustu án skerðingar hjá höfninni. Ráðið samþykkti ósk hafnastjóra. Þá fól […]

Gersemar í Krosskirkju

fr_20201213_149991.2e16d0ba

Krosskirkja í Austur- Landeyjum í Rangárþingi- Eystra er án efa ein fallegasta sveitakirkja á Íslandi. Kirkja hefur verið að Krossi um aldir en sú sem nú stendur þar var reist árið 1850 og er nú friðuð. Altaristafla kirkjunnar er ein merkasta gersemi íslenskrar menningarsögu og hafa Landeyingar varðveitt hana vel í hátt í 400 ár. […]

Hlynur Már heiðraður fyrir frækilega björgun

DSC_4310

Sjómannadagsráð Vestmannaeyja sæmdi Hlyn Má Jónsson, vert á Lundanum heiðursskildi fyrir hetjulega björgun sjómanns úr höfninni í Vestmannaeyjum þann 27. febrúar 2024. Málsatvik voru þau að Hlynur skutlar tveimur úr áhöfn Kap II VE um borð. Annar fer strax um borð en hinn er í smá spjalli í bílnum hjá Hlyni. Fer síðan og röltir […]

Orðið ófært í Landeyjahöfn

herj_fani

Ferðir Herjólfs kl. 14:30 frá Vestmannaeyjum og kl. 15:45 frá Landeyjhöfn falla niður þar sem ófært er til Landeyjahafnar vegna ölduhæðar. Farþegar sem áttu bókað eru beðnir um að hafa samband við skrifstofu Herjólfs til þess að færa bókun sína. Herjólfur siglir til Þorlákshafnar seinnipartinn í dag. Brottför frá Vestmannaeyjum kl. 17:00. Brottför frá Þorlákshöfn […]

Uppboðið skilaði á þriðju milljón

DSC_3950

Það var góð stemning á sjómannadagsballinu í Höllinni í gærkvöldi. Þar var boðið upp á glæsilega dagskrá og frábær mat frá Einsa kalda. Veislustjórar kvöldsins voru þeir Auddi og Steindi. Sverrir Bergmann og Halldór Gunnar mættu með tónlistaratriði. Eyjahjónin Kristín og Sæþór Vídó gerðu slíkt hið sama og Kristó tók einnig nokkur lög. Ballband kvöldsins, […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.