Sjómannskonur hafa orðið - Allt miklu fjölskylduvænna í dag
4. júní, 2024
thumbnail_Screenshot_20220309-120043_Snapchat
Jóný og Bergur.

Eyjafréttir ræddu við nokkrar konur sjómanna í síðasta blaði og er Jónína Björk Hjörleifsdóttir (Jóný) ein þeirra.

Aldur? Þarf ég að segja hann? Júbb, fædd á því herrans ári 1966 og því 58 ára gömul.

Atvinna þín? Í dag vinn ég í Þekkingarsetrinu og skrifast ræstitæknir með meiru.

Fjölskylda? Ég er gift Bergi Guðnasyni og eigum við fullt af börnum og barnabörnum. Esther, gift Guðgeiri Jónssyni, andvana fæddur drengur, Ingvar Örn, Þórir og Inga Jóhanna, gift Sindra Ólafssyni og barnabörnin eru Bergur Óli, Katla Margrét, Þórhildur Helga og Ísabella. Svo má telja hund og hænur hér inn.

Hversu lengi hefur þú verið sjómannsfrú? Í um 40 ár. Má segja að ég hafi verið meira en minna sjómannsfrú þar sem ég reyndi að nappa Berg í land með fögrum loforðum, en það gekk ekki.

Á hvaða skipi er maki þinn? Bergur er nú á Breka sem er gerður út af Vinnslustöðinni.

Kynnist þið þegar maki er á sjó? Nei, við vorum nú bara að vinna á vélunum í Fiskiðjunni og leist mér svona helvíti vel á strákinn með appelsínugula hárið. Duglegur og hjálplegur eins og hann er ennþá.

Hefur maki þinn alla ykkar tíð verið á sjó? Nei ekki alveg, en kannski fyrir utan þegar við kynntumst fyrst og svo fékk hann verkstjórastöðu í Fiskiðjunni og ég reyndi að selja honum þá hugmynd að hún væri miklu betri en sjórinn. En það plan gekk ekki upp.

Hvernig hefur gengið að samræma sjómennsku og fjölskyldulíf? Það hefur gengið, ekki alltaf auðvelt og sérstaklega þegar börnin voru lítil og maður þurfti að stóla á sjálfan sig. Bergur hefur misst af ansi mörgum afmælum og allskonar viðburðum. Fyrstu árin var maður bara skítblankur en auðvitað lét maður hlutina ganga upp. Í dag fer hann bara í frí ef hann vill og getur fengið frí.

Helstu kostir sjómennskunnar? Þeir geta verið margir, Bergur hefur alla tíð elskað að vera á sjó en auðvitað hlakkar okkur til að geta farið að njóta. Í dag eru það góð frí. Okkur leiðist aldrei saman og náum að hvetja hvort annað til þess að hafa gaman af áhugamálunum sem er listin hjá mér og mótorhjól hjá honum. Svo elskum við að hafa fólkið okkar í kringum okkur. Barnabörnin hafa þar algjörlega vinninginn. Já og er ekki auðvelt að hafa smá neista í sjómannshjónaböndum?  Líklega sér fjarbúðin um það alltaf gott að fá þessar elskur heim.

Helstu gallar sjómennskunnar?  Ég þarf að elda. Bergur er ansi duglegur við það svo það hlýtur að vera stærsti gallinn. Jú og þetta að missa af ýmsu, en eins og ég sagði áður þá missa sjómennirnir af mörgu. Og við að hafa þá ekki með í svo margt.

Eruð þið með hefð um sjómannahelgina? Bergur er duglegur að fara á bryggjuna og njóta með öðrum sjómönnum. Stundum fylgi ég með. Það er alltaf farið í slysókaffið og á Stakkó. Reynum að missa ekki af að vera í góðra vina hópi og eiga skemmtilega helgi.

Eitthvað að lokum?  Sem betur fer er sjómannslífið að breytast frá því ég var ung. Tæknin bjargar miklu og þessi samskipti. Bátarnir eru ekki svo vikum skiptir á sjó og allt fjölskylduvænna. Já sjómennskan, já sjómennskan hún er ekkert grín eða hvað?

 

 

 

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
Forsida EF 1 Tbl 2025
1. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst