Tillögur að mótvægisaðgerðum fyrir Vestmannaeyjar:

Rúmlega tuttugu tillögurBæjarráð Vestmannaeyja hefur unnið að því hörðum höndum síðustu vikur og mánuði ásamt Atvinnuþróunarfélagi Suðurlands að finna leiðir til þess að bæta upp þetta mikla tap bæjarfélagsins sem mun hljótast af skerðingunni. Niðurstaða þeirrar vinnu eru tuttugu og ein tillaga sem bæjarstjórn Vestmannaeyjabæjar leggur á borð til ríkisstjórnar Íslands. Fjórtán af þessum tillögum […]

Lítið um lundapysjur í Eyjum

Aðeins fjórar lundapysjur hafa verið vigtaðar í þessum mánuði í Vestmannaeyjum og er ljóst að pysjutímabilið verði með svipuðu móti og það hefur verið undanfarin þrjú ár, en ætisskortur í sjónum hefur haft áhrif á varp lundans líkt og hjá fleiri sjófuglum. Að sögn Kristjáns Egilssonar, forstöðumanns Náttúrugripasafnsins í Vestmannaeyjum, ætti hátindur pysjutímabilsins að vera […]

Fjölskylduvænt samfélag? – framhald

Skólasetning í Grunnskóla Vestmannaeyja var í dag. Nú er búið að sameina skólanna og yngri börnin eru í Hamarskólanum og þau eldri í Barnaskólanum. Félagi minn, Grétar hefur verið að setja út á að ekki sé boðið upp á skólabíl. Sjálfur bý ég (enn) í austurbænum og sonur minn fer í Hamarskólann. Ég bý aðeins […]

Vestmannaeyjabær kynnir hugmyndir um mótvægisaðgerðir

Vestmannaeyjabær hefur boðað til blaðamannafundar á morgun þar sem lagðar verða fram tillögur um mótvægisaðgerðir vegna niðurskurðar á þorskkvóta. Í nýrri skýrslu, sem unnin hefur verið fyrir bæinn, er áætlað að staðbundin áhrif 30% skerðingar á kvóta Vestmannaeyja nemi alls um 3,6 milljörðum króna á komandi fiskveiðiári. Í tilkynningu frá Vestmannaeyjabæ segir, að sérfræðingar í […]

Til kjörins þingmanns okkar Eyjamanna

Uppbyggilegt samstarf Eitt af veigamestu hlutverkum þingmanna er uppbyggilegt samstarf við sveitarstjórnarmenn. Á sama hátt ber sveitarstjórnarmönnum að falst eftir stuðningi þingmanna við hagsmunamál sveitarfélaganna. Í starfi mínu sem bæjarstjóri í Vestmannaeyjum hef ég lagt áherslu á samstarf við þingmenn og ítrekað bæði svarað símtölum og tölvupósti frá þeim. Á sama hátt hef ég ítrekað […]

Fjárfestar ásælast TM

Í viðskiptablaði Morgunblaðsins í morgun er fjallað um hugsanlegan áhuga Kjarrhólma á 42.45 %  hlut Guðbjargar Matthíasdóttur og fjölskyldu í Tryggingamiðstöðinni. Kjarrhólmi er félag í eigu Sunds og FL Group og er Kjarrhólmi í dag eigandi 37.57 % hlutafjár í TM. Einnig er talið að Gnúpur Fjárfestingafélag sem er meðal annars í eigu Magnúsar Kristinssonar […]

Stilla og tengdir aðilar með 32% í Vinnslustöðinni

Stilla eignarhaldsfélag ehf., sem er í eigu bræðranna Guðmundar og Hjálmars Kristjánssonar, á 32% hlut í Vinnslustöðinni eftir að samkeppnistilboð þeirra í Vinnslustöðina rann út fyrr í vikunni. Stilla bauð 8,5 krónur á hlut í tilboði sínu en Eyjamenn 4,6. Samtals eiga Stilla eignarhaldsfélag ehf. og skyldir aðilar; Stilla útgerð, KG fiskverkun, Línuskip og LI-Hedge […]

Til hins sjálfumglaða bæjarstjóra Vestmannaeyinga

Bæjarstjórinn í  Vestmannaeyjun, Elliði Vignisson, sendi mér tóninn í Fréttablaðinu í gær. Talar hann um „draugasögur“  og  „ dómsdagsspár“ og gerir lítið úr þátttöku minni í umræðunni um samgöngur á sjó til Vestmannaeyja. Sem skipstjóri um árabil, þekkjandi sjólag og allar aðstæður við Suðurströndina, og nú sem þingmaður Suðurkjördæmis tel ég mér skylt að taka […]

Bakkafjöruhöfn verður fullgerð árið 2010

Ríkissjónvarpið fjallaði í gærkvöldi í tíufréttum um Bakkafjöru og gerð hennar og rætt var við Unni Brá sveitastjóra í Rangárþingi Ytra.Það sem kom mest á óvart í þessari frétt er að hvorki ríki né sveitafélagið Rangárþing Ytra hafa ekkert rætt við Gretti Jónsson ábúanda á Bakka um fyrirhugaðar framkvæmdir. Fréttina má sjá hér:http://dagskra.ruv.is/streaming/sjonvarpid/?file=4338145/6     (meira…)

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.