Í viðskiptablaði Morgunblaðsins í morgun er fjallað um hugsanlegan áhuga Kjarrhólma á 42.45 % hlut Guðbjargar Matthíasdóttur og fjölskyldu í Tryggingamiðstöðinni. Kjarrhólmi er félag í eigu Sunds og FL Group og er Kjarrhólmi í dag eigandi 37.57 % hlutafjár í TM.
Einnig er talið að Gnúpur Fjárfestingafélag sem er meðal annars í eigu Magnúsar Kristinssonar hafi einnig áhuga á hlut Guðbjargar. Tryggingamiðstöðin er sterkt fyrirtæki með sterka eiginfjárstöðu upp á tæplega 23 milljarða króna. Af því er talið að félagið þurfi á milli 5-6 milljarða til að standa að vátryggingastarfsemi og því er TM með óráðstafað eigið fé upp á 15 milljarða.
Nái Kjarrhólmi að kaupa hlut Guðbjargar verður TM tekið af markaði enda Kjarrhólmi þá eigandi að tæplega 80 % hlutafjár TM. Talið er að Kjarrhólmi sé tilbúinn að greiða að stærstum hluta fyrir hlutaféð í TM með hlutafé í FL Group og fengi því Guðbjörg og fjölskylda um 9 % hlut í því félagi.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst