Ísfélag Vestmannaeyja hf selur Antares VE

Uppsjávarveiðiskipið Antares VE hefur verið seldur frá Ísfélagi Vestmannaeyja hf. Antares var upphaflega smíðaður í Noregi árið 1980 fyrir skoska útvegsbændur. Frá Skotlandi var hann seldur til Noregs og síðar til Hjaltlandseyja árið 1986. Skipið kom fyrst til Ísfélagsins 6.apríl 1996 og hefur því tilheyrt flota félagsins í rúmlega 11 ár. Antares er 876 brúttólestir, […]
Fyrsti leikur eftir Þjóðhátíð: Stjarnan-ÍBV á morgun

Fyrsti leikur eftir Þjóðhátíð verður á morgun er lið ÍBV heimsækir Stjörnumenn í Garðabæinn. Lið ÍBV situr sem fyrr í 5. sæti deildarinnar, er nú með 23 stig. Stjarnan er einu sæti neðar með 16 stig og hafa forráðamenn liðsins líklegast gert ráð fyrir betra gengi í sumar en raun ber vitni. Í síðustu þremur […]
Uppgjör Þjóðhátíðar

Þá er minni tuttugustu og sjöundu þjóðhátíð lokið. Svei mér þá en þegar ég vaknaði um hádegið á sunnudegi þá hélt ég því fram að ég væri orðinn of gamall í þetta. En mánudagurinn afsannaði þá kenningu og var ég gjörsamlega stálsleginn og ánægður eftir frábæra helgi. Fékk mér meira að segja 1 bjór við […]
Spjallþráður fyrir Vestmannaeyjar

Opnað hefur verið spjallborð á www.eyjar.net þar sem eyjamönnum nær og fjær gefst kostur á því að láta gamminn geysa og ræða þau mál sem liggja þeim á hjarta eða bara spjalla til gamans. Markmið með þessu spjallborði er að búa til samfélag á netinu þar sem hægt er að ræða málin á málefnalegum og uppbyggilegum […]
Tryggvi orðinn markahæstur
Tryggvi Guðmundsson varð í gær markahæsti leikmaður íslensks liðs í Evrópukeppnum frá upphafi. Markið sem Tryggvi skoraði í gær var hans sjötta í Evrópukeppni en fyrir leikinn höfðu hann og fjórir aðrir skorað fimm mörk í Evrópu. Áður áttu metið með Tryggva þeir Hermann Gunnarsson (Valur 5), Mihajlo Bibercic (KR 4, ÍA 1), Ríkharður Daðason […]
Myndbönd frá Þjóðhátíð 2007

Eru byrjuð að streyma úr öllum áttum inn á http://www.youtube.com/. Fremstir þar í flokki eru hinir uppatækjasömu Vinir Ketils Bónda og hafa þeir sett inn þó nokkur myndbönd sem hægt er að skoða hér. http://www.youtube.com/profile?user=vinirketils Ef áhugi er fyrir að skoða myndbönd frá öðrum þarf einungis að skrifa inn “Þjóðhátíð” í leitarvélinni á http://www.youtube.com/ (meira…)
Árlegri rannsókn Hafrannsóknastofnunarinnar á sandsíli lokið

Þann 21. júlí síðastliðinn lauk tveggja vikna leiðangri á Gæfu VE 11. Farið var á 4 svæði, Breiðafjörð, Faxaflóa, Vestmannaeyjar – Vík og Ingólfshöfða. Togað var með flottrolli frá yfirborði og niður á botn. Einnig var notaður plógur til að ná í síli úr botni þegar síli var ekki aðgengilegt í troll. Þetta er annað […]
Ný Bergey VE lagði af stað frá Póllandi í morgun

Nýtt skip Bergs-Hugins, Bergey VE 544 lagði af stað frá Póllandi til Íslands klukkan 11.44 í morgun að staðartíma. Er skipið væntanlegt til heimahafnar í Vestmannaeyjum á þriðjudaginn gangi allt að óskum. „Þetta er glæsilegt skip og það var stór stund þegar Bergey lagði af stað heim á leið,“ sagði Magnús Kristinsson útgerðarmaður sem var […]
ÍBV fær markakóng
ÍBV hefur samið við tvo erlenda leikmenn til þess að styrkja liðið fyrir átökin á komandi leiktíð í úrvalsdeildinni í handknattleik karla. Annar þeirra er lettnesk skytta og heitir hann Janis Grisnavos. Um er að ræða ungan leikmann sem Eyjamenn binda nokkrar vonir við, þar sem Grisnavos varð markakóngur í efstu deild í Lettlandi á […]
Lögreglan í Eyjum sinnir eigendum tapaðra hluta

Talsverður fjöldi mála liggur á borði lögreglunnar í Vestmannaeyjum eftir helgina. Eitt helsta verkefni lögreglunnar í Eyjum eftir þjóðhátíð er þó að sinna fyrirspurnum vegna tapaðra hluta. Lögreglunni í Eyjum telst til að komið hafi verið upp um 11 fíkniefnamál um helgina. Þá voru 10 eignarspjöll kærð til lögreglu, 5 líkamsárásir og 5 þjófnaðir. Lögregla […]