Um tíu þúsund manns á þjóðhátíð í Vestmannaeyjum

Um tíu þúsund manns eru á þjóðhátíð í Vestmannaeyjum og búast við mótshaldarar við að fleiri komi á svæðið í kvöld. Hátíðarhöld hafa farið vel fram, en þó hafa níu fíkniefnamál hafa komið upp um helgina. Nokkur erill var hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum í nótt þar. Þrír gistu fangageymslur og tilkynnt var um tvær minniháttar […]
Nokkur erill hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum

Nokkur erill var hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum í nótt þar sem nú stendur yfir þjóðhátíð. Þrír gistu fangageymslur og tilkynnt var um tvær minniháttar árásir. Lögreglan segir helgina að mestu hafa gengið vel og hafa verið óvenju tíðindalitla miðað við fyrri Verslunarmannahelgar. Nokkuð hvasst var í Eyjum undir morgun en lögreglan segir veðrið þó ekki […]
Barnadagskrá í sól og blíðu í Herjólfsdal

Í dag klukkan 14:30 hófst vönduð barnadagskrá í Herjólfsdal. Brúðubílinn varð með sýningu fyrir börnin, leikfélagið var með skemmtiatriði og hljómsveitin Dans á rósum spilaði á barnaballi á tjarnarsviðinu. Klukkan 16:30 verða DJ-ar að spila á brekkusviðinu. Veðrið leikur við þjóðhátíðargesti í dag, sól og 15 stiga hiti. Vel hefur genið að koma þjóðhátíðargestum til […]
Verslunarmannahelgin: Flestir í Eyjum og á Höfn

Verslunarmannahelgin hefur verið með rólegasta móti að þessu sinni. Festir eru á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum og ungmennafélagsmóti UMFÍ á Höfn. Veðurspáin helgarinnar er góð og umferðin hefur gengið stóráfallalaust. Flestir eru á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum, 7.000-8.000, og á ungmennafélagsmóti UMFÍ á Höfn í Hornafirði þar sem eru um 6.000. Ólafur Bragi Stefánsson, landsfulltrúi UMFÍ, segir […]
Gleðilega Þjóðhátíð

Þjóðhátíð Vestmannaeyja var sett í dag í Herjólfsdal. Seinka þurfti setningunni eilítið vegna hvassviðris en rokið er að lægja og verður veðrið orðið fínt um miðbik kvölds. Útlit er fyrir stærstu Þjóðhátíð í mörg ár, enda er alltaf fleira og fleira fólk að átt sig á því að um verslunarmannahelgina þá er Þjóðhátíðin langstærsta og […]
Setningu þjóðhátíðar frestað til 16:00

Þjóðhátíðarnefnd hefur sent frá sér tilkynningu um festun á setningu þjóðhátíðarinnar. Örlitlar breytingar verða á dagskrá dagsins í kjölfarið, fimleikar og frjálsar íþróttir sem voru á dagskránni detta út af dagskrá dagsins. Enn er örlítill strekkingur í eyjum og samkvæmt veður spá á að lægja með kvöldinu. Dagskráinn í dag verður því eftirfarandi: 16.00 Setning þjóðhátíðar Þjóðhátíðin […]
Önnur árásarkvennanna yfirheyrð í Eyjum

Búið er að yfirheyra aðra konuna sem réðst á 28 ára gamla konu fyrir utan skemmtistaðinn Sólon síðastliðna helgi. Konan var kölluð til skýrslutöku í Eyjum í gær en sleppt að því loknu því ekki þótti ástæða til að handtaka hana vegna málsins. Konan sem ráðist var á hefur legið á spítala í fimm daga […]
Teknir með fíkniefni í Vestmannaeyjum

Tvö minniháttar fíkniefnamál komu upp í Vestmannaeyjum í gær. Farþegi með Herjólfi var handtekinn með lítisháttar að hassi sem hann hafði falið innklæða. Þá fundu lögreglumenn tvær e-töflur á aðila í tjaldi í Herjólfsdal. Í dagbók lögreglunnar segir að fangageymslur í Vestmannayjum hafi verið fullar í nótt, þar sem fólk hafi fengið að sofa úr […]
Starfsfólk bankanastofnana í eyjum í þjóðhátíðarskapi

Það renna á viðskiptavini Glitnis og Sparisjóðsins tvær grímur þegar þeir koma inn þessar bankastofnanir í eyjum í dag. Starfsmenn hafa klætt sig í ýmiskonar búninga til að koma sér í rétta gírinn fyrir helgina. Þetta framtak starfsfólksins er til fyrirmyndar og myndar góða stemningu á vinnustaðnum og hjá viðskiptavinum bankans er leið eiga í útibúið. (meira…)
Vitinn fallegasta mannvirkið í Herjólfsdal

Í gærkvöldi var fjölmenni mætt við vígslu Myllunnar og Vitans í Herjólfsdal. Þessi tvö mannvirki eru sögð bera af í glæsileika og er mikil keppni milli þeirra um hvort mannvirkið er fallegra. MyllumennJóhann Pétursson fór yfir framkvæmdasögu Myllunnar í ár og þakkaði öllum þeim fjölda sjálfboðaliða sem lögðu hönd á plóg. Taldi Jóhann Mylluna bera […]