Ellefu fíkniefnamál komu upp á þjóðhátíð
6. ágúst, 2007

Lögreglan í Vestmannaeyjum segir, að 11 fíkniefnamál hafi komið upp á þjóðhátíðinni um helgina, sem var með þeim fjölmennari, sem haldin hefur verið. Talið er að um 10 þúsund manns hafi tekið þátt í kvöldvöku í Herjólfsdal í gærkvöldi þegar Árni Johnsen stýrði brekkusöng.

Lögreglan segir að fíkniefnamálin í ár séu mun færri en undanfarin ár og í öllum tilvikum nema einu hafi verið um lítið magn fíkniefna. Einn maður var handtekinn með 14 skammta af efninu LSD.

Fimm líkamsmeiðingar voru kærðar til lögreglunnar og eru málin í rannsókn. Í einu tilvikinu brotnaði tönn í manni þegar hann var slegin. Eitt blygðunarsemisbrot var kært til lögreglunnar þegar piltur í skotapilsi beraði sig fyrir fyrir gesti kvöldvökunnar.

Þrír voru teknir grunaður um ölvun við akstur og einn kærður fyrir akstur undir áhrifum fíkniefna. Fimm voru kærðir fyrir akstur án ökuréttinda. Átta voru kærðir fyrir að vera ekki með beltin spennt og tveir fyrir að hafa ekki öryggishjálm við akstur léttbifhjóls.

Níu eignaspjöll voru kærð til lögreglunnar þessa helgi. Þar var um að ræða skemmdir sem voru unnar á tjöldum, skemmdir á ökutækjum og rúðubrot í bænum. Fimm þjófnaðir voru tilkynntir til lögreglunnar. Í tveimur tilvikum að gítar stolið frá gestum hátíðarinnar.

Byrjað var að fljúga kl. 5 í morgun upp á Bakkaflugvöll og Herjólfur fór sína fyrstu ferð til Þorlákshafnar kl. 11. Búist er við að síðdegis á morgun verði búið að koma þeim gestum, sem sóttu hátíðina þetta árið til síns heima. Heimamenn fara hins vegar í að taka niður hvítuhústjöldin og þrífa Herjólfsdal.

Lögreglan segir, að þjóðhátíð Vestmannaeyja 2007 hafi í heild tekist mjög vel og verið með þeim rólegri seinni ár. Óhætt sé að segja, að sú langa hefð hagsmunaraðila við skipulagningu á þessari hátíð eigi sinn þátt í hvað vel hafi tekist til.

Lögreglan segir að fíkniefnamálin í ár séu mun færri en undanfarin ár og í öllum tilvikum nema einu hafi verið um lítið magn fíkniefna. Einn maður var handtekinn með 14 skammta af efninu LSD.

Fimm líkamsmeiðingar voru kærðar til lögreglunnar og eru málin í rannsókn. Í einu tilvikinu brotnaði tönn í manni þegar hann var slegin. Eitt blygðunarsemisbrot var kært til lögreglunnar þegar piltur í skotapilsi beraði sig fyrir fyrir gesti kvöldvökunnar.

Þrír voru teknir grunaður um ölvun við akstur og einn kærður fyrir akstur undir áhrifum fíkniefna. Fimm voru kærðir fyrir akstur án ökuréttinda. Átta voru kærðir fyrir að vera ekki með beltin spennt og tveir fyrir að hafa ekki öryggishjálm við akstur léttbifhjóls.

Níu eignaspjöll voru kærð til lögreglunnar þessa helgi. Þar var um að ræða skemmdir sem voru unnar á tjöldum, skemmdir á ökutækjum og rúðubrot í bænum. Fimm þjófnaðir voru tilkynntir til lögreglunnar. Í tveimur tilvikum að gítar stolið frá gestum hátíðarinnar.

Byrjað var að fljúga kl. 5 í morgun upp á Bakkaflugvöll og Herjólfur fór sína fyrstu ferð til Þorlákshafnar kl. 11. Búist er við að síðdegis á morgun verði búið að koma þeim gestum, sem sóttu hátíðina þetta árið til síns heima. Heimamenn fara hins vegar í að taka niður hvítuhústjöldin og þrífa Herjólfsdal.

Lögreglan segir, að þjóðhátíð Vestmannaeyja 2007 hafi í heild tekist mjög vel og verið með þeim rólegri seinni ár. Óhætt sé að segja, að sú langa hefð hagsmunaraðila við skipulagningu á þessari hátíð eigi sinn þátt í hvað vel hafi tekist til.

 

Skoða blaðið á netinu
Forsida 12 Tbl 2024
12. tbl. 2024
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst