Lögreglan í Vestmannaeyjum minnir á útivistarreglur um börn

Í tilefni Þjóðhátíðar um næstu helgi vill lögreglan minna foreldra og forráðamenn barna á að útivistareglurnar gilda jafnt um Þjóðhátíðarhelgina sem aðra daga ársins. Það hefur verið reynsla lögreglunnar að mörg ungmenni byrja að neyta áfengis og annarra vímuefna á Þjóðhátíð og því vill lögreglan hvetja foreldra og forráðamenn til að ræða við börn sín […]
Nýir eigendur www.eyjar.net

24seven ehf hefur keypt www.eyjar.net. Tilgangur kaupanna er að lyfta síðunni á hærra plan og auka enn frekar á vinsældir hennar með ýmsum breytingum. Þeim verður flestum lokið um miðjan september. Markmið okkar er að fara nýjar leiðir og reyna að útbúa vef sem Eyjamenn nær og fjær geti notað sér til ánægju og yndisauka […]
Þroskahefti kemur út í kvöld

VKB tilkynnir að Þroskahefti version 3,0 kemur út í dag miðvikudaginn 1.ágúst Munu félagsmenn og meðhjálparar bera út blaðið í öll hús í Vestmannaeyjum í kvöld og vonum við að sem flestir taki vel á móti blaðberum með brandara, bjór eða samloku með baunasalati. Einnig vilja VKB nýta þetta tækifæri og óska eyjamönnum nær og fjær […]
Gunnar skoraði gegn Real Madrid
Gunnar Heiðar Þorvaldsson lét að sér kveða í æfingaleik í gær með þýska liðinu Hannover sem tók á móti spænska meistaraliðinu Real Madrid í Þýskalandi. Landsliðsframherjinn kom inná sem varamaður í síðari hálfleik þegar þýska liðið var marki undir og skoraði Gunnar annað mark leiksins á 63. mínútu. Vestmannaeyingurinn hafði aðeins verið inni á vellinum […]
Björgunarfélag Vestmannaeyja ræst út í kvöld
Félagar í Björgunarfélagi Vestmannaeyja voru ræstir út í kvöld vegna veðurs við Þórsheimilið En við hið nýja tjaldstæði voru fellihýsi farin að fjúka og fóru félagar í Björgunarfélagi Vestmannaeyja á staðinn og aðstoðuðu gesti tjaldstæðisins. (meira…)
2 sólahringar, 21 klukkustund og 24 mínútur

Ég gef nú lítið fyrir þessar heimsenda spár hans Sigga Storms. Minnist þess nú bara að hann spáði hitabylgju fyrir síðustu Þjóðhátíð. Er það reyndar sérstaklega minnisstætt, þar sem ég notaði það til þess að byrja ræðuna sem ég neyddist til að halda við vígslu Vitans í fyrra. Byrjaði á að bjóða alla velkomna í […]
Fjórða jafnteflið á Hásteinsvelli í sumar

Lið Fjarðabyggðar mætti í fyrsta sinn á Hásteinsvöll í kvöld. Veðrið var hálf napurt í kvöld, norðaustan strekkingsvindur sem jókst þegar leið á leikinn. Eyjamenn tóku í raun öll völd á vellinum strax í byrjun og héldu boltanum nánast allan fyrri hálfleikinn. Eftir rúmlega tíu mínútna leik átti Jeffsie frábæra sendingu inn fyrir á Inga […]
Hitta vini og fjölskyldu og skemmta sér

Nú styttist í það að brott fluttir eyjamenn og konur sem og aðrir þeir sem ætla að skemmta sér á Þjóðhátíð í eyjum fari að streyma til eyja. Eyjar.net sló á þráðinn til Sigurjóns Lýðssonar og spjallaði stuttlega við hann um hans hlið á Þjóðhátíðinni. Sigurjón Lýðsson eða Don Guiseppa eins og hann kallast af […]
Jarðgöng til Eyja slegin af
Þá liggur ákvörðun ríkistjórnar loks fyrr. Jarðgöngin til Eyja hafa verið slegin af þar sem kostnaður er talin of mikill. Þetta eru að sjálfsögðu vonbrigði fyrir mig og alla aðra áhugamenn um bættar samgöngur að búið sé að slá jarðgöng af. En í ljósi kostnaðarmats þá kemur ákvörðun ríkisstjórnarinnar svo sem ekki á óvart. Að […]
Magnús Kristinsson greiðir hæstu gjöldin í Vestmannaeyjum

Magnús Kristinsson, útgerðarmaður, greiðir hæstu opinberu gjöldin í umdæmi skattstjórans í Vestmannaeyjum, samkvæmt álagningarskrá sem lögð var fram í morgun. Greiðir Magnús 32,6 milljónir króna. Gunnar Jónsson greiðir 8,2 milljónir króna og Leifur Ársælsson 7,3 milljónir króna.1. Magnús Kristinsson, 32.608.834 krónur 2. Gunnar Jónsson, 8.239.207 krónur 3. Leifur Ársælsson, 7.304.724 krónur 4. Bjarni Sighvatsson, 7.126.513 […]