Hvatningaverðlaun fræðsluráðs afhent

Í síðustu voru hvatningarverðlaun fræðsluráðs afhent í fimmta sinn í Einarsstofu. Markmiðið með verðlaununum er að vekja athygli á því sem vel er gert í fræðslustarfi. Verðlaunin eru hugsuð sem hrós og hvatning til þeirra sem sýnt hafa framúrskarandi vinnu og er einnig staðfesting á því að viðkomandi er fyrirmynd á því sviði sem viðurkenningin […]

Áætla að ljúka frágangi á 10 ára afmælinu

Þrátt fyrir að 10 ár séu síðan Eldheimar opnuðu hefur enn ekki verið lokið við frágang í kringum húsið og við bílastæðin. Meðal annars var blaðamanni Eyjar.net bent á að hreinlega væri slysahætta á stað austan megin við innganginn. Brynjar Ólafsson, framkvæmdastjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs Vestmannaeyjabæjar var til svara vegna málsins. Er það á einhverri áætlun […]

Skemmtikvöld í Höllinni – myndir

Í gær var sannkallað skemmtikvöld í Höllinni. Þar var blanda af sing-along söngfjöri með Rokkkórnum og sönghópnum Raddadadda og geggjuðu dansfjöri með strákunum í VÆB ásamt DJ. Strákarnir í VÆB komu eins og stormsveipur inn í íslenskt tónlistarlíf með lagið sitt “Bíómynd” sem þeir fluttu í Söngvakeppni sjónvarpsins 2024. Þeir bræður hafa verið öflugir í […]

27 nemendur útskrifast frá FÍV

Rétt um 200 nemendur voru skráðir til náms á 11 mismunandi brautum á vorönn Framhaldsskólans í Vestmannaeyjum. Í dag útskrifuðust svo 27 nemendur skólans. Iðn- og verkmenntaskólar á Íslandi fóru í átak haustið 2017 þar sem markmiðið var að fjölga fagmenntuðu fólki og vinna að því að fá 20% grunnskólanema til að velja iðn- og […]

Listamenn framtíðarinnar

Í hádeginu í dag, föstudag, opnaði Kári Bjarnason skemmtilega sýningu á verkum nemenda í 4. bekk Grunnskóla Vestmannaeyja. Um er að ræða myndir sem þau máluðu af smáeyjum með akrýl eða vatnsmálningu. Myndirnar unnu þau síðan í framhaldinu með appi sem heitir picsart, tóku þar myndir af málverkunum sínum og unnu áfram með verkin. Afraksturinn […]

Breytingar á starfi æskulýðs- tómstunda- og íþróttafulltrúa

Staða æskulýðs-, tómstunda- og íþróttafulltrúa var til umfjöllunar á fundi fjölskyldu- og tómstundarráðs Vestmannaeyja í vikunni. Þar var kynning á breytingum á starfi æskulýðs-, tómstunda- og íþróttafulltrúa. Starf æskulýðs- og tómstundarfulltrúa og forstöðumanns félagsmiðstöðvarinnar verða sameinuð og starfslýsingu breytt. Starf forstöðumanns Íþróttamiðstöðvar breytist þannig að hann mun koma meira að íþróttamálum í umboði framkvæmdastjóra sviðs. […]

Stuðmenn á Þjóðhátíð

Áfram bætist í dagskrá Þjóðhátíðar. Nú er búið að tilkynna um að hljómsveit allra landsmanna, Stuðmenn verði á Brekkusviðinu á Þjóðhátíð 2024. Á facebook-síðu Þjóðhátíðar er spurt hvort þú ætlir ekki örugglega að tæta og trylla – eða ferðu í háttinn klukkan átta? Þá var tilkynnt fyrr í mánuðinum um að FM Belfast verði á […]

Hefði viljað fá skýrari svör

DSC_5004

Um sextíu manns mættu á íbúafund HS Veitna í Eldheimum í gær. Þar fór Páll Erland, forstjóri fyrirtækisins yfir starfsemina. Eyjar.net leitaði viðbragða Írisar Róbertsdóttur, bæjarstjóra, en hún gerði athugasemdir við hluta málflutnings forstjórans. „Ég er ánægð með að loksins var brugðist við kalli íbúa og bæjaryfirvalda um að HS Veitur myndu halda íbúafund í […]

Samningar undirritaðir um einstakt listaverk

Það var bjart yfir í Vestmannaeyjum í morgun þegar menningar- og viðskiptaráðherra og Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri undirrituðu í dag samning á milli ráðuneytisins og Vestmanneyjarbæjar sem tryggir verkefnastyrk vegna aðkomu að listaverki eftir Ólaf Elíasson. Vestmanneyjarbær festi í dag kaup á sérhönnuðu verki eftir listamanninn í tilefni að 50 ár eru liðin frá goslokum í […]

Allt á fullu í Eyjum

Það var í mörg horn að líta hjá Halldóri B. Halldórssyni þegar hann fór rúnt um Vestmannaeyjabæ í morgun, enda mikið við að vera. Kíkjum á rúntinn með Halldóri. (meira…)

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.